sunnudagur, september 25, 2005

Þá er það komið á hreint

Vinsamlega setjið bara hamingjuóskirnar í kommentin því Alonso er orðinn heimsmeistari í Formúlu eittt, það eru annars níu mögur ár að baki. Já og þeir sem voru efins í vor ættu að taka ummæli sín til baka.

****

Rosalega er mogginn flinkur í að ljúga sig frá hlutunum. Var það forstjóri Árvakurs sem sagði að þeir hjálpuðu stundum illa stæðu fólki við að leita réttar síns? Lalli Johns sagði í heimildarmyndinni um sig að skófarið á innbrotsvettvangi hefði verið skófar mun yngri manns. Álíka góðar afsakanir.

laugardagur, september 24, 2005

Dagur tíðindanna

Ég fór of snemma á fætur í morgun og skildi ekki afhverju klukkan hringdi ekki, ég var farinn að rifja upp hvar síminn væri svo ég gæti boðað trassaskap og látið vita að mér seinkaði. Ég spurði Meinvill með þjósti: Afhverju hringdi klukkan ekki á réttum tíma? Ískalt nefið gægðist undan sænginni og mjög þreytuleg rödd spurði "hvað er klukkan?" Hún er rúmlega hálf átta. Meinvill benti mér þá á að hún ætti ekki að hringja fyrr en hálf níu. Þá varð ég nú aldeilis hissa og skildi enn síður hvað væri í gangi. Neeei klukkan hringir alltaf klukkan hálf sjö og hún hefði átt að gera það líka í dag, eða hvaða dagur er annars? Þá fattaði ég að ég átti ekki að fara að vinna. En gaman! Fyrst ég var vaknaður og í þokkabót sársvangur fór ég á bleiku inniskónum með dúskunum fram í eldhús og hóf rútínuna, opna ísskáp sækja súrmjólk (súrgað mjólk á færeysku) taka appelsínusafa út og lýsi, loka skáp, labba tvö skref og sækja disk með vinstri, snúa hálfhring og leggja á borð, snúa kvarthring til hægri og taka tvær gerðir af múslí út úr skápnum. Svo er sest niður og morgunverður hefst rétt um það leyti sem fjarstýringunni er sveiflað hálfhring aftur fyrir bak til að kveikja á gufunni.


Venjulega heyrir maður hvað gerðist í Ammiríku meðan maður svaf og ef maður er heppinn kemur stutt veðurlýsing. En í morgun var þetta öðruvísi, þetta var ekki ósvipað því þegar einvher góðhjartaður útvarpsmaður segir mér að það sé byrjað að gjósa. Ég hætti að tyggja og lagði frá mér skeiðina, hvað sagði maðurinn?

Er mogginn bara flæktur í málið? Og líka flokkurinn sem styður öll frjálsu viðskiptin? Og líka hæfi hæstaréttardómarinn? Og líka leikfimiskennarinn?

Uss ég er svo aldeilis hissa. Svo hélt ég bara áfram að tyggja og kyngja til skiptis. Reyndar skil ég eitt í þessu máli og það er að mogginn skuli taka að sér að þýða hin ýmsu skjöl fyrir tilvonandi áskrifendur því það er dýrt að láta þýða fyrir sig, það vitum við sem höfum þurft á því að halda. verst að maður lét ekki bara moggann um þetta fyrir sig því þá hefði sparast 4000 kall pr síðu. Og ekki hefði verið verra ef maður hefði fengið mánaðar áskrift með.

föstudagur, september 23, 2005

Eitthvað gerðist

Þetta gerðist í dag. það er að segja þessi frétt með mínum myndum var sett inn til að setja þrýsting á umhverfissóðana sem eru að byggja virkjun á Snæfellsnesi.

Eitt af mörgu sem ég skil ekki er: afhverju eru gróðasjónarmið alltaf sett ofar náttúruvernd?

Það er ekki hægt með góðu móti að reikna náttúruvernd til fjár með óyggjandi hætti eins og hagnað af virkjun, eina reikningsaðferð lærði ég þó fyrir nokkrum árum og hún er eftirfarandi: Sagaðu niður 200 ára tré og reiknaðu svo hvað kostar að rækta nýtt. Maður þarf ekki marga fídusa á reiknivél til að klára dæmið.


****

Ég skaust upp á verkstæði í dag til að skipta um hjólalegu í kóreulödunni. Við það varð ég geypilega skítugur á höndunum og þurfti marga handþvotta til að ná allri olíunni og skítnum af höndunum. Allt bendir til þess að ég verði aftur skítugur á morgun því það var eitthvað hljóð í bílnum á heimleiðinni.

fimmtudagur, september 22, 2005

Land og vernd

Já já já, ég er enn einusinni búinn að hreyfa við mönnum vegna náttúruspjalla sem hafa verið unnin. Þannig var að Orkuveitustarfsmaðurinn sendi mér hlekk á skýrslu um mat á umhverfisáhrifum virkjunnar sem er ekki við nein hnjúk, heldur fell. Ég las skýrsluna og sendi svo tölvupóst á einhverja sem ég hélt að ættu að sjá um svona mál. Skemmst er frá því að segja að báknið gerði ekkert annað en að segja: fínar myndir hjá þér, en ljótt sár og við höldum að það hafi ekki verið gefið leyfi fyrir veglagningunni. Svona svör duga mér ekki, helst vil ég sjá verktakann kviksettann í veginum meðan vatnsborðið verður hækkað yfir hausinn á honum. Ef leyfi fæst ekki fyrir kviksetningu gæti dugað að hann geri að æfistarfi sínu að raða stuðlaberginu aftur upp í skriðuna sem hann er búinn að eyðileggja.

Plan B. allur hagnaður af virkjuninni verði notaður til að laga skemmdir sem valdið hefur verið á viðkvæmri náttúru.

Landvernd ætlar að gefa kallinum á baukinn opinberlega á næstunni þannig að ég er dæmdur til að hlusta á alla fréttatíma næstu daga.

****

Meinvill liggur í sófanum með hor vellandi úr nös, ég skildi ekki í þegar ég kom heim, þákom hún kom labbandi afturábak á móti mér, ég skildi það þegar ég sá að það var til að spóla ekki í horinu.
Hóst og stuna

*****

Ég fer ekki til að sjá Antony and the Johnsons því miðarnir seldust á tveimur mínútum á þriðjudag. Opinberi tíminn er sjö mínútur en tónleikahaldarinn segir á heimasíðu sinni að mínúturnar hafi verið tvær, svo tók við fimm mínútna bið meðan hreinsað var upp.

****

Ég rakst á lélegustu röksemdarfærslu gegn stækkun álversins í Straumsvík í gær. Hún var svo hljóðandi "hey - ég var að ræða álversstækkun og múvið hjá þér við gott fólk hér í Vesturbæ Reykjavíkur um daginn. Sitt sýndist hverjum þar til ég líkti stækkun álvers við það að það ætti að byggja álver hér úti í JL húsi og við fengjum ekki að hafa neitt um það að segja... þá kom hljóð í strokkinn... vá.. og í alvöru... eiga Hafnfirðingar ekki að fá að kjósa um það hvort þeir hafa grængrátt vatn í klósettunum sínum vegna álvers í bakgarðinum?????"
Undir þetta skrifar Laganeminn

Þetta er svoo stjúpit að það nær ekki nokkurri átt. Það er ekki eins og þetta blessaða álver hafi risið viku á eftir Vallahverfinu. Ég skil ekki fólk sem kaupir sér hús við hliðina á álveri og kvartar svo undan að það sé álver í nágrenni við húsið þeirra. Þetta eru sennilega sömu bjánar og búa í miðborginni og kvarta undan lífi í henni.

Það er greinilega rétt sem fasteignasalar ráðleggja að fólk eigi að skoða fasteignir í björtu.

miðvikudagur, september 21, 2005

Stórabóla

Ég held ég sé kominn með stórubólu. Ég er á nokkrum gerðum af sterum sem gera það af verkum að ég er með bólur á ólíklegustu stöðum. Bakið hefur fengið skammt einnig hendurnar og nú síðast fékk ég að hlusta á eina sem gerði sig heimakomna inni í eyranu á mér.

Þetta eru hvorki anaboliskir né hestasterar eða hvað það nú heitir, heldur nefsprey og áburður.

***

Voðalega þarf ég að fara að skipta um hjólalegu í bílnum mínum og jafnvel að skipta geislaspilaranum út líka. Ég nenni ekki að syngja á leið í vinnuna og segja fréttir sjálfur á leiðinni heim. Það væri betra að fá sér spilara og láta fagfólk um söng og fréttaflutning.

***

Ég fékk afmælisgjöf í gær. Ég átti afmæli í apríl en samt fékk eina gjöf í gær. Það var frá heittelskaðri eiginkonu minni. Hún hafði lofað mér að gefa mér dúnsæng og stóð við það.

þriðjudagur, september 20, 2005

Él

Ég lenti í snjókomu í dag á Grandanum, ég verð greinilega að fara að keðja Kóreulöduna.

***

Mér skilst að ég fái að kjósa um sameiningu sveitarfélaga á næstunni. Ég er ánægður með að búa í sveitar-félagi. Þá þarf ég ekki að vera feiminn við að fara fram á ullarsokkunum með leðursólanum.
Ef Hafnarfjörður og Vogar sameinast, sting ég upp á að sveitarfélagið hljóti nafnið Hafnarvog.

***

Er eftirspurn eftir fréttum af þýskum kosningum? Ég er ekki viss.
Fréttamenn líta á það sem sína köllun að segja frá öllum kosningum sem fram fara í heiminum. Ég er ekki viss hvort landið er til sem þeir sögðu frá kosningum í, í einhverri gúrkutíðinni í sumar.

mánudagur, september 19, 2005

Úfffffff

Hvað ég fékk mikla gæsahúð aftur við að heyra tónleikana með Antony and the Johnsons í útvarpinu áðan.
Ég hef 12 tíma til að ákveða hvort ég skelli okkur á tónleikana sem hann ætlar að halda í Fríkirkjunni 10.des.
Það væri sennilega gaman.

****

föstudagur, september 16, 2005

Hraustur eins og við var að búast

Já þá hafið þið það. Ég er búinn að fá skjalfest að ég er ekki með aids, lifrarbólgu, berkla eða annað sem gæti talist óþægilegur sjúkdómur. Þetta fékk ég skjalfest með læknisskýrslu í gær. Skýrslan kostaði 1200, skoðunin 700 og rannsóknin 1000 kall. Þetta er að verða góð upphæð sem við erum búin að eyða síðustu daga í allskonar vottorð og stimpla, þessi þrjú dæmi eru bara brot af öllu vottorðafarganinu.

*****

Ég sá gamlan kunningja í dag á flugi yfir Reykjavík í dag. Það voru Harrier þotur sem hræddu næstum líftóruna úr okkur vinnufélögunum. Ég var viss um að einhver tankurinn væri að koma hrynjandi gegnum húsið en Gasi hélt að hann væri að fá einhvern vélbúnað í hausinn. Svo voru þetta bara fulltrúar breska heimsveldisins á ferð í leit að heppilegum lendingarstað. Þess ber að geta að þoturnar flugu á c.a 30 km hraða inn til lendingar og útskýrir það hávaðann, þær geta nefnilega bæði stoppað í loftinu og bakkað þessar þotur. Ég sá eina svona þotu sýna listir sínar yfir Silverstone brautinni fyrir tímatökur í formúlunni 1999. Þá þurfti ég að vega og meta hvort ég ætti að taka mynd af henni eða setja í mig eyrnatappa.(ég gerði bæði, fyrst tappar svo mynd)

Ég kynntist Harrier fyrst í gegnum Sinclair spectrum 48k. Pabba hafði áskotnast leikurinn einhversstaðar og gaf mér hann. Þetta var 2D leikur og ég fann eina skjámynd úr honum, hana má skoða hér. Þetta var annaðhvort fyrsti eða annar tölvuleikurinn sem ég náði að klára, hinn er manic miner námuverkamannatölvuleikur.

****

þriðjudagur, september 13, 2005

Gleðifregn

Til hamingju með fjölskyldustækkunina Guðný og Sævar. Ég hlakka mikið til að sjá þennan tilvonandi veiðimann. Hér eru réttu græjurnar fyrir styttri týpuna af veiðimanni.
Bara svona til að vera við öllu búinn.

sunnudagur, september 11, 2005

Hver dó?

Hvurnig stendur á því að það eru skrifaðar minningargreinar um sprelllifandi mann sem ákvað bara að skipta um vinnu?

Ekki veit ég það.

Mér finnst sniðugt hvað sjálfstæðisflokkurinn er leiðitamur, foringinn ákveður allt og hinir fylgja í blindni. Foringinn segir "ég er hættur og ég vil að Geir taki við embættinu mínu" og þá þorir enginn að bjóða sig fram í þetta embætti sem er LAUST. Davíð hefur ekkert með það að gera hver eftirmaður hans er, það er flokkurinn sem ákveður það "lýðræðislega?"

Annars rakst ég á Töffa Töffsson á ferð minni um internetið á dögunum.

****

Ég er búinn með ratleikinn, það er ekki séns í helvíti að ég hefði getað klárað hann án þess að fjárfesta í staðsetningartæki.

****

Á einhver bílgeislaspilara sem rykfellur uppi í hillu? Bölvaða kenwood draslið er biðað í annað sinn á fjórum árum. Það er ekki góð ending, ég ætla ekki að kaupa mér geislaspilara sem rúllar framhliðinni aftur. Þó þetta sé gott merki og mjög dýrt þá er þetta engu að síður haugamatur því kapallinn sem tengist í frontinn þolir ekki að böglast farm og til baka í öllu mögulegu hitastigi.

Verst að það er nokkurnvegin nothæfur Gomez diskur fastur í tækinu.

föstudagur, september 09, 2005

Vetur

Það er kominn vetur og ég ætla að leggjast í þunglyndi yfir því.

sunnudagur, september 04, 2005

Fótsæri

Ég er fótsár eftir labb helgarinnar. Ég fór í gær og sótti fimm merki í ratleiknum, það kostaði sjö og hálfs kílómetra labb í hrauninu ofan við Straumsvík. Í morgun tók ég daginn svo snemma og skellti mér aftur upp í hraun, í þetta sinn fór ég gegnum Hrútagjá og niður í hraunið þar fyrir neðan. Ég labbaði allt of langt því ég gerði smá mistök þegar ég setti hnitin inn í gps tækið. Í staðin fyrir að setja 63°59.XXX setti ég 63°58.XXX það þýðir á mannamáli að eg labbaði tveimur kílómetrum of langt niður í hraun og þarafleiðandi tveimur of langt til baka sem gerir fjóra auka kílómetra í hrauni. Það útskýrir líka fótsærið ásamt því að Meindl eru ekki nógu góðir skór fyrir mínar lappir.

****

Við fórum í afmæli í dag til þriggja ára ítalans, það var gaman og góðar veitingar.

****

Á morgun á enn einu sinni að athuga hvort ég er með HIV, lifrarbólgu, berkla, blindur og allt hitt sem þarf að vita um mann og færa inn í bækur.
Alltaf jafn gaman.