föstudagur, desember 31, 2004

Árið

Skemmtilegustu íslensku plötur sem ég keypti á árinu eru: 1. Hljóðlega af stað með Hjálmum 2. Íslensk ástarljóð 3. Bjarkar platan(brennd)
Skemmtilegustu erlendu plöturnar: 1.Matmos með Matmos 2. The ideal Crash með Deus 3.The civil war með Matmos

Skemmtilegustu bíómyndir: 1. Shaun of the dead 2. Pirates of the carribean
Skemmtilegasti þátturinn: My family
Skemmtilegast bókin:Svartir englar eftir Ævar Örn Jósepsson
Besta máltíðin: Á kínverskum veitingastað í kínahverfinu í London
Versta bragðið: Þrátt hvalspik í færeyjum(datt í hug tuska bleytt í díselolíu)
Það sem kom mér mest ánægjulega á óvart: Þegar Meinvill bar upp bónorð í nóvember
Það sem kom mér mest á óvart óánægjulega: Þegar ég reyndi á standa upp en gat ekki eftir að ég hafði dottið úr stiganum í vor.

Bjánar ársins: Ríkisstjórnin (þeir eru stuðningsmenn fjöldamorða í arabaheiminum)
Snillingar ársins: Samkeppnisstofnun
Krimmar ársins: Olíufélagið Essolískeljungur
Erlendi bjáni ársins: Georg W Bush
Erlendi snillingur ársins: Forsætisráðherra Frakklands
Erlendu krimmar ársins: Bretar og bananaríkin norður ameríku

Bíll ársins: Hyundai pony sem fór á haugana í vor og er sárt saknað
Veður ársins: sumarblíðan í júlí og ágúst
Óveður ársins: Rigningin í maí og júní meðan ég var á hækjunum
Veiðitúr ársins: Heiðarvatn í ágúst með pabba í kolvitlausu veðri (stærsta fiski sumarsins landað).

Utanlandsferð ársins: þegar við Meinvill fórum til London um páskana
Skrýtnasta utanlandsferðin: Þegar ég var á leið til færeyja en fór óvart til Noregs.





fimmtudagur, desember 30, 2004

Hörmungarfréttir

Það eru ekki fallegar fréttir sem berast frá flóðasvæðunum í Asíu. Ég ætla nú ekki að fara að skrifa langa pistla um þessar mestu náttúruhamfarir sem við höfum orðið vitni að en ég ætla aftur á móti að setja inn einn link sem fólk getur smellt á hér til hliðar til að styrkja hjálparstarfið. Ég er sjálfur búinn að millifæra á reikninginn hjá RKÍ því ég kæri mig ekki um að styrkja landssíman með því að hringja í söfnunarsímann.

þriðjudagur, desember 28, 2004

Jólin búin

Jæja þá eru jólin búin og tími að verða til að taka niður skreytingarnar,,,,,,, kannski ekki alveg en allavega bara moldviðrið eftir. Ég borðaði þrisvar yfir mig og drakk nokkrum sinnum svo mikið kaffi að það hafði áhrif á hjartsláttinn. Konfekt hefur verið á öllum matseðlum milli mála. Ég er búinn að lesa eina bók: Kleifarvatn, hún endar þannig að ..... hehe bara að stríða.

Ég gaf fáar gjafir en fékk margar þannig að ég held bara að ég hafi komið út í plús þetta árið eftir margra ára vöruskiptahalla við fjölskylduna.

**********

Fýrverkið er næst á dagskrá hjá mér, ég ætla ekki að selja svo mikið sem eldspýtustokk fyrir þessi áramót og ætla ekki að koma á nokkurn hátt nálægt samsetningu á flugeldasýningu því ég er hættur að starfa með björgunarsveitinni og það heillar mig ekki á nokkurn hátt að aðstoða moldríka björgunarsveit sem á allt við að ná sér í meiri peninga. Reyndar finnst mér að það ætti að sameina Rauðakross Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg í eitt félag sem hefði það að markmiði að hjálpa öllum heiminum frekar en að nískupúkar geti fengið vélsleða eða jeppa upp í hendurnar til að leika sér að. Nú kann einhver að koma með bölvuðu rulluna um að menn séu ávallt viðbúnir að fara á fjöll eða sjó og til þess þurfi fjármagn, sannleikurinn er sá að útköllum hefur fækkað gríðarlega nú síðustu 10-15 ár, með nýrri tækni í fjarskiptum, fullkomnum staðsetningartækjum og bættum búnaði í alla staði. Þegar ég byrjaði í björgunarsveit árið 1992 var hægt að bóka útkall á fyrsta degi í rjúpu, nú kemur varla fyrir að kalla þurfi út fjölda manns í víðavangsleit. Á sama tíma bólgna sveitirnar út og tækjakostur verður yfirgengilega dýr og mikill.

Mér finnst óeðlilegt að á höfuðborgarsvæðinu séu nálægt tíu björgunarsveitir sem eiga 30-40 bíla sem nýtast sára sjaldan nema til æfinga og skemmtiferða (æfingar eru skemmtilegar ferðir = skemmtiferðir) . 3 eða 4 björgunarskip og nokkrir snjóbílar og margt fleira sem ég nenni ekki að telja upp.

Mér finnst nær að meta þörfina á stærð sveita og hafa bara eina sveit sem gæti heitað björgunarsveit höfuðborgarsvæðisins, hún væri staðsett miðsvæðis í bænum og fjöldi félaga ótakmarkaður. Þó væru útkallslistar takmarkaðir við einhvern ákveðinn fjölda manna sem mætti kalla til hvenær sem er, aðrir væru á B-lista sem mætti kalla til ef til stórslysa kæmi. Ég held t.d að trésmiður sem væri á útkallslista vegna náttúruhamfara nýtist betur við rústabjörgun en matreiðslusveinn, þó matreiðslusveinninn hafi fengið þjálfun í rústabjörgun en trésmiðurinn ekki.

Umfram fjármagn sveitanna væri notað til mannúðarmála og hjálparstarfa hingað og þangað um heiminn.

Það er falleg hugsjón að starfa með björgunarsveit en flestir sem leita í þann félagsskap eru að leita sér að ferðafélögum eða tækifæri til að komast í siglingar á fínum bátum. Fæstir fara í björgunarsveit til þess eins að koma að gagni ef einhver lendir í ógöngum eða hremmingum, það gera hins vegar þeir sem ganga til liðs við rauðakrossinn þar er hugsjónafólk.

Ég legg samt frekar til að fólk kaupi flugelda af björgunarsveitunum en Magga feita í Gullborg sem er bara innit for ðe monní og lætur lítið gott af sér leiða.

*************

Shiver

föstudagur, desember 24, 2004

Tilkynning

Þetta er tilkynning til allra tryggra lesenda þessarar síðu.



Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Áramótalistarnir koma innan viku.

fimmtudagur, desember 23, 2004

Orðsending

Garðbæingar athugið ég fer hér með formlega fram á að þið hættið að nota vinstri akreinina þar sem vegur er tvíbreiður. þið hafið enga heimtingu á að nota fleiri akreinar meðan þið standið í vegi fyrir breikkun Reykjanesbrautar í gegnum þennan auma bæ ykkar, þið ættuð þið ekki að hafa neitt einasta leyfi til að keyra á tvíbreiðu vegunum sem önnur sveitarfélög hafa lagt til land undir.

miðvikudagur, desember 22, 2004

Í tilefni af........

Já hugsa sér banana republic of Iceland á afmæli um þessar mundir og þá er ekki úr vegi að eyða peningum í ýmsar nauðsynjar, 18 milljónir fyrir skrípó. Þetta nær ekki nokkurri átt að ríkið kaupi sér skrípamyndir af einhverjum útlendingi(frá vestmannaeyjum) fyrir 18 milljónir króna. Þegar ég varð þrítugur í vor fékk ég ekki The far side safnið eins og leggur sig frá ríkinu og þó finnst mér það mjög fyndnar bækur.
Á sama tíma er verið að ræða hvort það eigi að halda úti mannréttindaskrifstofu Íslands. Pólitíkusar landsins takið eftir: þið eigið að vinna fyrir okkur en við ekki fyrir ykkur, ef ykkur langar í skrípó þá skulið þið bara byrja að safna því í rólegheitum á ykkar eigin kostnað eins og við hin þurfum að gera.
*********

Kom Meinvill á óvart í gær með því að kaupa handa okkur litla og sæta uppþvóttavél sem smellpassar inn í skáp, næsta mál er að fara í Byggingavöruverslun kópavogs og redda fittings og rafmagni í draslið svo maður geti hent skítuga burstanum.

***********

Eftir gríðarlega margar ferðir gegnum fríhöfnina á ég orðið mikið magn bjórs. Ekkert sérhannað ílát var til á heimilinu til að geyma bjórinn í milli þess sem hann var í dósinni og maganum þannig að ég fór í Íkea í gær og keypti munnblásin bjórglös, eins gott að uppþvottavélin er komin í hús því annars gæti maður lent í að drekka stefið úr einhverjum glerblásara.

þriðjudagur, desember 21, 2004

Jólafrí

Ég er kominn í jólafrí og fer ekki meira til útlanda á þessu ári. Mér seinkaði aðeins heim því færeyingarnir vildu halda okkur yfir helgina, það þýðir bara mor monní.
Litlu munaði að ég tapaði fínu rafsuðuvélinni minni þarna úti því Færeyingarnir vildu kaupa hana af okkur, sem betur fer slapp það til.

******

Við fengum láns mann með okkur út í byrjun verksins, þetta er maður sem er tæplega fimmtugur en við vorum vissir um að hann væri rétt að komast á aldur. Þessi kall er mikill besserwisser og notaði hvert tækifæri sem gafst til að segja okkur hvernig væri best að framkvæma hlutina. Þessi kall er ekki frábrugðinn öðrum besserwisserum að nokkru leiti og þar af leiðandi ekki neitt sérstaklega klár..... eiginlega bölvaður bjáni sem finnst öll tækni óþörf." Það er lang best að gera þetta svona en ekki eins og þú ert að gera" fékk maður gjarnan að heyra. Mér fannst soldið fyndið þegar hann merkti enda á röri "beija" einn stríðnispúkinn í hópnum benti honum á að beija væri skrifað BEYGJA, kallinn var ekki lengi að svara: "þetta er flýtiskrift, maður getur líka gert batra X".

Þegar við lentum óvart í Bergen en ekki á Vági og þurftum að fara á hótelið með langa nafninu tékkaði flokkstjórinn sig inn fyrstur en ekki vildi betur til að hann skildi ekki þegar hann var spurður hvort hann vildi reyk eða reyklaust svo ég sagði honum að hún hefði spurt hvort hann vildi reyk eða reyklaust hann sagði í dauðans ofboði að hann kærði sig ekkert um reyk. Þá kom að lánsmanninum að tékka sig inn ( hann ber norskt eftirnafn en ég kýs að kalla hann Jón Kristiansen) : Hótelstarfsmaður: Your name plesae
Lánsmaður: Jón Kristiansen
Hótelstarfsmaður pikkar á tölvu og spyr svo: would you like to have double room?
Lánsmaður: jess með mikilli áherslu á essin tvö
Hótestarfsmaður: and the other name is?
Lánsmaður: Jón Kristiansen
Þá fattaði starfsmaðurinn að kallinn skildi ekki orð af því sem var sagt við hann og rétti lykilinn yfir borðið. Þegar þessu var lokið og allir komnir með lykil spurði ég kallinn með hverjum hann hafi ætlað að vera í herbergi, hann varð ægilega hissa í framan og sagðist ætla að vera einn svo ég spurði afhverju hann hafi þá þegið double room "ég hélt að hún hafi spurt hvort ég vildi reyk eða reyklaust" huh bjáni

**********

Ég hef aldrei upplifað eins harða lendingu í flugvél eins og fyrir hálfum mánuði þegar við fórum út, vélin kom á fleirihundruðkílómetra hraða inn að flugbrautinni sem ég efaðist um að hún næði inn á og svo skall vélin niður með miklum látum og nauðhemlaði þannig að maður snerti ekki sætið í nokkurn tíma heldur hékk uppi í öryggisbeltinu. Þetta er reyndar ekki óvanalegt því yfirleitt þegar þeir lenda í RVK snertir vélin brautina rétt við Suðurgötuna og svo reyna þeir að ná beygjunni inn að flugstöðinni strax frekar en að snúa við. Þetta þýðir að maður VERÐUR að vera kyrfilega bundinn við sætið.


mánudagur, desember 06, 2004

Fordómar ferkantaðs fólks

Mogginn segir frá Pönk tónleikum á baksíðunni í dag, fyrirsögnin er ekki allir skemmtu sér vel á pönk tónleikum eða Fræbblarnir fóru á kostum neibb fíkniefnaleit á pönktónleikum. Gaman væri að sjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra mæta með skattinum á tónleika hjá sinfóníuhljómsveitinni til að leita að fjársvikurum og hvítflibbaglæpamönnum. Ætli baksíðan á mogganum segði þá engin innherjaviðskipti komu upp á sinfóníutónleikunum í gær? Mogginn er fífl.

*******

sunnudagur, desember 05, 2004

Desemberstressið er ekki enn farið að hrjá mig

Jæja ég er byrjaður á jólaundirbúningnum, búinn að kaupa nokkrar jálagjafir og byrjaður að skreyta húsið að utan til að það líti nú út fyrir að jólaskapið sé komið á heimilið.

Á föstudaginn hættum við aðeins fyrr að vinna svo við gætum komist til Þórshafnar að versla jólagjafir og skoða okkur um. Þegar ég kom með Norrænu til Þórshafnar í september fannst mér bærinn ekkert spes bara svona venjulegt þorp eins og Akureyri en heldur fleiri kindur í húsgörðum, en á föstudag sá ég meira af þorpinu og varð alveg heillaður, gömlu þröngu göturnar og timburhúsin með torfþökunum eru soldið flott.

************

Við Meinvill fórum á Grand hótel Reykjavík í gær með fríðum hópi fólks til að snæða kræsingar af jólahlaðborði. Maturinn var góður, mússíkin ömurleg en þjónustan fín.
6 Ferðir að borðinu bera þess vitni að maturinn hafi verið alveg ágætur.
************

Ég er búinn að læra það að maður verður að vera með tannbursta með sér þegar maður ferðast milli færeyja og íslands því það er ekkert gefið að maður nái á einum og sama sólarhringnum milli tannburstaglasanna á hvorum stað. Þegar við fórum þar síðast til færeyja var millilent í Bergen í Noregi og okkur staflað á þetta líka fína Hótel á flugvellinum. jammm og bergen er ekki einusinni í leiðinni. En hverjum er ekki sama þó hann tefjist einn dag frá vinnu, meðan maður getur keypt minjagripi . Gaman að segja frá því að hótelið heitir: Golden Tulip Airport Rainbow Hotel Bergen jamm margir stafir í því

************