mánudagur, mars 27, 2006


Fyrsta brúðkaupsafmælið er frá. Því var fagnað á toppnum á Keili í hádeginu í gær. Eftir fjallgönguna var strunsað í búð til að kaupa hitaeiningar í vöfflu og rjómaformi.

Fögnuðurinn hélt áfram þegar við fórum á Tailenskan veitingastað hér í hverfinu, maturinn var svakalega góður og vel útilátið.

***

Orðskrípi dagsins er í boði gufuskipafjelagsins: hitastýrðir flutningar. Er þessum aulum alveg fyrirmunað að koma fyrir sig orði.

***

Meinvill er búin að setja upp swaka plan fyrir sumarið (plan síðasta sumars var að labba á Esjuna, ekkert varð úr því hjá okkur) en það er að labba á 10 fjöll. Við erum búin með eitt og því eru 9 eftir ef reikningslistin bregst mér ekki.

***

Eftir að við fórum út að borða og áður en við fórum á fund, fórum við á rúntinn um nýjasta hverfið í Kópavogi. Eftir að hafa sveigt fimlega framhjá nýju stólalyftunni og næstum lent í árekstri við snjótroðara ákváðum við að þetta Legokubbahverfi væri ekki að okkar skapi.

Er bannað að byggja fleiri en eina gerð af húsum í dag? Er bara hægt að byggja hús með lekum þökum í dag? já já brósi efnin eru svo góð í dag að vatnið rennur ekki niður gegnum flata þakið....

jakk og mig sem langar svo í nýtt og fallegt hús. Það er svosem ágætt að hafa þá afsökun fyrir að kaupa ekki hús að það sem er á sölu nuna er svo ljótt.

fimmtudagur, mars 23, 2006

Ef ykkur vantar 32"dekk á felgum þá talið þið bara við mig. Draslið undan jeppanum er til sölu.
Ég á líka langdrægan farsíma(NMT) sem er falur fyrir lítið.

***

Hverjum er ekki sama þó herinn fari? Mér er allavega sama, mér finnst bara að það eigi að láta þá taka til eftir sig áður en þeir fara og henda lyklinum.

mánudagur, mars 20, 2006

Ég var svo duglegur um helgina að það er engu lagi líkt. Á föstudag fór ég á smurstöð strax eftir vinnu svo Meinvill gæti farið á ný smurðum bíl í fylleríisferðina sína upp í sveit. Svo fór ég og hitti bráttuhópinn í Kópavogi þar sem við sleiktum sárin eftir aðalfund og kyngdum kökknum með pizzu og svaladrykk.

Á laugardag vaknaði ég klukkutíma of snemma, þ.e. klukkan fimm um morguninn,,,,,, ástæðan var tímatökur í Múlunni. Þegar ég fattaði að þetta byrjaði ekki fyrr en sex ákvað ég að leggja mig í klukkutíma. Þannig að ég var kominn á fætur klukkan sex og búinn með 1000 ml af kaffi klukkan hálf sjö. Þá settist ég við tölvuna og skrifaði bréf til klukkan tíu.

Upp úr hádegi var ég kominn inn í Reykjavík til að kaupa eldavél. Þegar ég var búinn að sækja hana fór ég í kaffi í pestarbælið við Otrateig.

Um sjö leytið var eldavélin komin á sinn stað og búið að tengja.

Kvöldið fór fyrir lítið,,,,, sennilega bara í tölvuleti.

Ég vaknaði klukkan hálf sjö á sunnudaginn og settist aftur fyrir framan imbann til að horfa á meiri Múlu, ég var heldur spentari þá en daginn áður því meðfram sjónvarpsglápi fylgdist ég með netinu því ég var að bíða eftir að sjá myndir frá Kína því hópur 14 fékk dömurnar sínar um morguninn.

Klukkan 10 var ég búinn að þrífa stigaganginn og klukkan hálf tólf var ég mættur í bröns hjá moms.

Eru menn svo hissa að maður sé dauð þreyttur eftir helgarfríið.

laugardagur, mars 18, 2006

Nú er hópur 14 að sækja börnin sín til Kína. Ég er búinn að liggja á netinu að lesa dagbækurnar þeirra og skoða myndir. Það er ekki laust við að maður fái fiðring í mallakútinn við að fylgjast með þeim. Okkar hópur er númer 16 þannig að það fer einn hópur út áður en röðin kemur að okkur.

***

Við fórum á tvo aðalfundi í vikunni. Fyrst var aðalfundur húsfélagsins, sá fundur var alveg eftir bókinni ég er áfram endurskoðandi reikninga sem þýðir að ég þarf að mæta einusinni á ári til að kinka kolli og skrifa nafnið mitt. Hinn fundurinn var aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar, við ætluðum að reyna að koma fólki inn í stjórn en án árangurs. Bölvað alveg.

sunnudagur, mars 12, 2006

Ég var búinn að pakka skíðunum, snjóþrúgunum, snjóþotunni, snjóflóðaýlinum og snjóskóflunni niður í geymslu en þá kom þetta rennandiblauta hvíta drasl dettandi af himnum ofan. Ég var meira að segja búinn að setja eitt sumardekk undir bílinn (eitt vetrardekið var orðið ónýtt).

brrr hvert fór vorið?

***

Í gær var mér boðið á listasýningu í Hafnarborg, moms hringdi í mig og spurði hvort mig vantaði ekki eitthvað að gera. Ég játti því og skellti mér með henni, Ausu og Flosa. Eftir að hafa skoðað vídeólistaverk um hveri og allar skálarnar hans Péturs Gauts, fórum við í kaffiteríuna og fengum okkur kaffi og súkkulaðiköku. Við sátum c.a klukkutíma þarna og höfðum staðinn út af fyrir okkur. Gaman að breyta svona til og fara aðeins út úr húsi.

***

Eftir listasýninguna fór ég í raftækjaverslun til að skoða eldavél, fjörutíu og tveggja ára gamla, þriggjahellu Grepa eldavélin sem við eigum er farin að vera með uppsteyt ef maður er að elda Kínamat, það helgast af því að hún er keyrð í botni meðan þesslags eldamennska er í gangi og það þolir hún ekki og slær út lekaliðanum sem er þremur hæðum neðar en eldavélin sem þýðir aftur að það þarf að hlaupa niður þrjár hæðir til að slá inn og upp þrjár hæðir upp til að halda áfram að elda. Síðast þegar við vorum með Kínverskt í matinn þurfti Meinvill að hlaupa 16 sinnum niður og 32 sinnum upp svo ég gæti haldið áfram að elda, þeta gengur náttúrulega alls ekki þannig að nú skal spanderað þrjátíu bláum í fjögurra hellu vél með hreinsikerfi.

föstudagur, mars 10, 2006

Ef ég hefði ekki verið svona óskaplega syfjaður í gærkvöld hefði ég tekið fúlustu göngusokkana mína og nærbuxur með skrensi og labbað að helv.... hundakofanum hér hinumegin við götuna. Þar hefði ég dregið þessar fúlu flíkur upp og troðið ofan í kok á hormónabykkjunum sem héldu vöku fyrir mér eitthvað fram eftir nóttu.

Hundaeigandinn nágranni minn hélt semsagt partý, á fimmtudagskvöldi og það var mikill hávaði frá gestunum, ég held bara að gestirnir hafi skipt yfir í samskiptaform hundsins á heimilinu því það var vart hægt að greina mannamál úr spangólinu.

þriðjudagur, mars 07, 2006

Ég held bara áfram með myndasýningu með því að setja inn hlekk á albúm sem ég bjó til áðan, flestar myndirnar í því eru gamlar en einhverjar nýjar eru með. Hér er albúmið

mánudagur, mars 06, 2006


Þetta er framhald á myndum gærdagsins.

sunnudagur, mars 05, 2006


Við drifum okkur á fætur fyrir eðlilegan fótaferðatíma til þess eins að reima á okkur gönguskó og bruna upp í hálendi Hafnarfjarðar. Myndavélin var að sjálfsögðu með. Við tókum allskonar myndir af ísilögðu Arnarvatni og einhverju smálegu sem hafði frosið fast við ísinn. Arnarvatn er pínulítið vatn ofan við Seltún í Krýsuvík, nánar tiltekið við Ketilstíg.

***

Í gær fórum við á fund með tilvonandi ferðafélögum okkar, það var fróðlegur og skemmtilegur fundur. Ég hlakka mikið til að fara út með þeim. Eftir því sem maður hittir fleiri sem hafa farið út til að sækja börn eða eru á leið út minnkar kvíðinn og spenningur tekur við. Sennilega verður maður orðinn óvinnufær af spenningi þegar líða fer að ferðinni.

***

Nú skal aftur á móti skundað á fund til að ráða ráðum varðandi helstu baráttumál kjörforeldra. Fréttir dagsins eru að ráðherrann sem er með okkar mál á sínu borði er hættur og ráðherrann sem er á okkar bandi er sestur við skrifborðið hans þannig að nú þarf að semja herfræðiáætlun til að fá styrkinn ári fyrr inn. Ég hlakka alltaf til að fara á fund til þeirra sem halda fundina í baráttuhópnum því þau laga svo assgoti gott kaffi.