sunnudagur, maí 30, 2010

Ég vaknaði alveg eiturhress í morgun og skellti mér í gönguskóna. Stefnan var tekin á tröppunum heima beint upp í Kaldársel eftir krókaleiðum í hraunjaðri, ég hljóp þessa leið íð siðustu viku en var ekki með Gps þá og vantaði bæði vegalengd og trakk af leiðinni. Ég tók myndavélina líka með svo ég gæti myndað leiðina. Ég var óratíma á leiðinni en þar sem veðrið var alveg frábært kom það ekki að sök. Ég ætla að henda trakkinu inn á Wikiloc þannig að fleiri geti notið leiðarinnar. Hér er slóð á leiðina sem ég fór.

miðvikudagur, maí 26, 2010


Fyrsta fjallganga ungans fór fram á sunnudaginn. Fyrir valinu verð Stórhöfði ofan Hafnarfjarðar. Ég klikkaði svakalega á að hafa ekki Gps meðferðis svo ég gæti geymt trakkið af þessari fyrstu göngu ungans (ég er alveg handviss um að þær verða margar.
Á mánudag hljóp ég frá Kaldárseli, upp að Valabóli, yfir hálsinn við Valahnjúk og út á slóðina sem er þar og sem leið lá framhjá Helgafelli og kringum það, leiðin er c.a 8,5 Km ef ég hef mælt rétt á korti.

Í gær var svo tekinn sprettur á Helgafell, tími frá bíl og á toppinn var aðeins undir því besta, 22,5 mín. Við héldum svo hlaupinu áfram yfir fellið og niður vestanmegin með viðkomu við gataklettinn.
Ég veit ekki vegalengdina en hlaupið tók 1 klukkutíma og 1 mínútu (við villtumst aðeins á niðurleiðinni og þurftum að hlaupa nokkrum sinnum upp og niður á kafla).

laugardagur, maí 22, 2010


Þá er Hvannadalshnjúkur frá og næsta stóra markmið sem ég er búinn að setja mér er að taka þátt í Laugavegshlaupinu eftir rúmt ár. Áður en að því kemur þarf ég að læra að hlaupa og koma mér í gott hlaupaform. Fyrsta varðan á þeirri leið er hálft Reykjavíkurmaraþon.