mánudagur, mars 28, 2005

Þá er það komið

Þá er Anna orðin Frú og lítið annað um það að segja. Við gerðum allt of mikið í gær, það kom fullt af fólki í heimsókn, við gátum trakterað það á afgöngum úr veislunni.

Við horfðum á upptöku af athöfninni í gær, ég er ekki frá því að það hafi heyrst betur í mér þegar já-ið kom en ég þorði að vona, mér fannst þegar ég ég sagði já-ið að það hefði komið út eins og ræsking en á vídeóinu hljómaði þetta betur.

Spennufallið kom strax um kvöldið, þegar við vorum búin að fá okkur að borða heima hjá mömmu og pabba. Reyndar var það byrjað að láta á sér kræla um leið og veislunni lauk því ég gat ekki ákveðið einföldustu hluti eins og hvort ég ætti að bera dúk eða köku út í bíl.

Ég segi nú bara eins og amma segir gjarnan á aðfangadag strax eftir matinn: þá er bara moldviðrið eftir.

**********

Rétt fyrir athöfnina sjálfa var ég gjörsamlega að fara á límingunum, ef athöfnin hefði farið fram í kirkju hefði ég sennilega dáið úr stressi því þá hefði ég ekki getað talað við þá sem voru mættir til að samfagna okkur, það lækkaði stessstuðulinn um allan helming þegar fólk kom og spjallaði smá því þá gat maður leitt hugann pínulítið að öðru. Munnurinn var þurr og hjártslátturinn eins og keppni væri framundan.

föstudagur, mars 25, 2005

Mát

Ja nú er ég bara mát. Ég fór inn á bbc fréttavefinn í gær til að athuga hvort eitthvað væri í heimsfréttunum því ég hélt að heimurinn stæði kyrr vegna komu tafkallsins til landsins. BBC fjallaði þónokkuð um kallinn og talaði við einhverja sendiherra og kerfiskalla á íslandi til að fá afstöðu íslendinga til komu hans. þeir sem ég umgengst og tala því mest við eru allir gapandi yfir bullinu og skilja ekkert í látunum yfir kallinum. Þetta sagði einhver sendiherrakerfiskall um málið: "He said public reaction in Iceland to the offer of residency for Mr Fischer had been "overwhelmingly positive"". Já tali hver fyrir sig, ég held að fólk hefði frekar viljað órofna sjónvarpsdagskrá en að sjá kallinn koma trítlandi út úr þottunni sem stöð 2 borgaði undir hann.

********

Stóri dagurinn er á morgun og þessvegna er ég búinn að vera á kafi í bakstri alla vikuna mira og minna.

Mikið held ég að sunnudagurinn verði tómlegur.

miðvikudagur, mars 23, 2005

Nýtt blogg

Til hamingju með síðuna Gunna, ég er búinn að setja hana í tenglasafnið sem er einhversstaðar á síðunni.

************

Það mætti halda að ég væri að æfa mig fyrir sveinspróf í bakstri, slíkur er hamagangurinn við hræri og eldavélarnar. Á laugardaginn eru ef mér skjátlast ekki tíu ár síðan ég tók sveinspróf í bakaraiðn eins og það heitir víst á stofnana máli. Ekki á þó að fagna því með nokkrum hætti því annað gengur fyrir.

***********

Mér finnst Bobby taflkall leiðinlegur.

**********

Mig langar til útlanda. London gæti dugað.

mánudagur, mars 21, 2005

Ætli þetta sé ekki brot á höfundarrétti, allavega er óneitanlega farið að styttast í þetta. Posted by Hello

Siðferði siðspilltra manna

Einhverntíman sá ég myndir frá mótmælum gegn dauðarefsingum í bandaríkjunum, einn mótmælenda var í bol sem á stóð: how can we kill people to tell people that killing is wrong?
Bússi var þá sveitarstjóri í landbúnaðarhéraðinu Texas og öll spjót stóðu að honum því það átti að fara að taka einhvern glæpamann af lífi fyrir einhverjar misgjörðir, fólk kom prúðbúið til að fá að sjá þegar maðurinn var leiddur að nútíma fallöxinni, þrýstingur var á kallinn að þyrma lífi þessa manns því það var eitthvað sem sagði að það væri ekki víst að hann væri sekur eða var hann kannski barn þegar hann framdi glæpinn eða var hann kannski þroskaheftur? Ég man það ekki en ég man að þetta var það eldfimt mál að það brenndi sér leið inn í heimspressuna, Bússi var sennilega að leika sér með tindátana sína þegar snaran var hnýtt. Auga fyrir auga my ass.

Arabar eru ekki fólk, þeir eru skepnur sem ber að leiða til slátrunar. Verst hvað Þýsku nasistarnir komu slæmu orði á gasklefana því það væri alveg stórsniðugt að láta þessa múslimsku andskota alla sem einn þramma inn í sturturnar. Já látum þá ganga plankann strákar. Fyrst við megum ekki setja upp almennilegt sláturhús fyrir þá er sennlega best að flytja þá á hlutlaust svæði og geyma þá í n.k dýragarði þar sem ekki er búið að koma upp miðasölu ennþá. Þetta er þankagangurinn hjá þessum stórvinum okkar í Westri, og hvað gerum við vinirnir? segjum til vamms eins og málshátturinn kveður á um? neibb við þegjum til að styggja ekki "vini" okkar.

Kona nokkur í þessum sömu Bandaríkjum er búin að liggja í dauðadái í 15 ár hún fær næringu í æð og hefur ekki litið dagsins ljós allan þann tíma, eiginmaður hennar hefur óskað eftir að hún fái að deyja, en Bússi skrifaði undir lög þess efnis að henni skuli haldið lifandi. Og hvað svo? hvað gerist ef hún nú rankar við sér? mætir hún bara við eldhúsvaskinn eins og ekkert hafi í skorist?
Bússi minn lífið er ekki ævintýrið um þyrnirós. og Grimms ævintýrin eru skáldskapur en ekki sagnfræði.

Svona er þetta skrýtið dauðir skulu lifa.

sunnudagur, mars 20, 2005

Hvað veldur?

Ef einhver efnaverkfræðingur les þessa síðu vinsamlega útskýrðu fyrir mér hvað veldur því að það er hægt að kaupa sér lím sem kostar 0,5 milljónir kílóið, á venjulegri bensínstöð, án verulegrar öryggisgæslu.
Einhverntíman fjasaði ég einhver ósköp yfir augndropum sem kostuðu 400.000 kall líterinn, þeir virkuðu þokkalega og augun voru skárri meðan ég notaði þá, en ég skil þetta ekki með límið, 1550 kall glasið, innihald 3 grömm, það gerir 1550/3=516,7 og það eru 1000 grömm í kílóinu þannig að 516,7 *1000= 516700 krónur kílóið af lími sem var ekki nothæft til að líma glerugun saman fyrir Meinvill. Ég lagðist ekki í miklar rannsóknir en ég fann þó út á vísindavef Háskóla Íslands að í febrúar 2002 kostaði 1 kg af gulli 950000 krónur, það gerir tvöfalt grettistak að gulls-hálfígildi. Skrýtið? Held samt að það sé hálf einskis virði fyrst ekki tókst að líma gleraugun með því.

******

Ef einhver hefur tíma til að öfundast þá er ég kominn í páskafrí, engin vinna fyrr en þriðjudaginn eftir páska. Ekki það að maður sitji auðum höndum OOOOOnei nú fyrst byrjar alvaran, upp með svuntuna og sleifina því nú skal sko bakað ofan í væntanlega veislugesti.

Sunnudagur

Jæja þurfa ekki einhverjir að éta eitthvað ofan í sig eftir aðra formúlu ársins?

*****

Voðalega er skrýtið að maður á í mesta basli með að vakna í vinnu á hverjum morgni en svo er formúla eitt í sjónvarpinu og maður er kominn fram úr rúminu eins og ekkert sé.

þriðjudagur, mars 15, 2005

Þriðjudagur

Þessi dagur hófst á barningi við vekjaraklukkuna, klukkan hafði betur og ég fór fram úr. Ég er búinn að bíða síðan 06:42 í morgun eftir að komast upp í rúm að sofa aftur.

***********

Hressir þessir pólitíkusar, ég er að spá í að verða pólitíkus þegar ég verð stór, sennilega er best að vera framsóknarpólitíkus. Það er tvennt best við að vera framsóknarpólitíkus, nr1. flokkurinn er svo lítill að maður þarf ekki að bíða lengi eftir embætti, nr2. það þarf ekki nokkrum manni að líka við mann og samt kemst maður í efsta sæti á þinginu. Nú ef maður nennir ekki á þing getur maður allaf fengið einhverja þægilega 9-5 vinnu hjá flokksmaskínunni.

Aftur á móti væri sterkur leikur að skrá sig í hinn framsóknarflokkinn því ef maður nær ofarlega í stigann hjá þeim og verður svo óvinsæll fær maður bara embætti í útlandinu. Ég væri örugglega góður sendiherra, þetta er allt bara spurning um að vera með þokkalega þétt handtak og hreinar tennur svo maður geti brosað framan í fólkið í kokkteilboðunum og hrist spaðana á hinum sendiherrunum sem eru sennilega líka í útlegð.

**********

Ég sá veðurfrétta framsóknarmann í sjónvarpinu í gær. Hann var að tala um að HR ætti að flytja í Garðabæ frekar en að vera á besta stað í Reykjavík, og rökin, haldið ykkur fast: það eru ekki nógu góðar umferðaræðar í kringum Öskjuhlíðina. HAHAHAHA hann var góður þessi. Garðbæingar takið eftir! Ég hef áður skrifað hér um umferðarmannvirki í Garðabæ og þau eru nú ekkert til að hrópa húrra yfir þannig að sennilega hefur bara einhver verið að djóka í manngreyinu þegar hann var sendur í sjónvarpið til að segja landsmönnum að tvær akreinar í hvora átt á Bústaðavegi og besti reiðhjólastígur landsins sé verri kostur en ein akrein í hvora átt og enginn hjólastígur í Garðabæ.

***********

Mér finnst soldið sniðugt að það er búið að leggja útivistar- göngu og hjólastíga út um allt svo ekki sé minnst á alla reiðvegina út um allar grundir, en það hefur ekkert segi og skrifa EKKERT verið gert til að tengja sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu saman með hjólaleiðum.
Hjólreiðafólk étið skít því þið kaupið ekkert bensín meðan þið puðið á þessum vatnsrörum ykkar og þar af leiðandi kemur ekkert í ríkiskassann meðan þið getið ekki bara aulast til að taka þátt í samneyslunni eins og aðrir, sko þá er maður bara að verða þessi fíni pólitíkus.

*********

föstudagur, mars 11, 2005

Föstudagur

Þá er nú allt komið í fúll svíng. Hringarnir komnir í hús, jakkafötin hanga klár inni í skáp, vottorð um að meinvill sé ógift komið úr prentun og púið að raða saman veitingalista.

***********

Ég ætla ekki að fjasa yfir ráðningu fréttastjóra ríkisútvarpsins, þess þarf ekki því málið er svo súrrealískt.

************

Rosalega verð ég hissa þegar eldveggurinn og vírusvörnin detta úr tölvunni, nortoninn er búinn að láta mig vita í hvert sinn sem ég kveiki á tölvunni í margar vikur að áskriftin sé að renna út.

mánudagur, mars 07, 2005

Hver segir að G-string sé dottinn úr tísku? Posted by Hello

sunnudagur, mars 06, 2005

Jibbíííííí

Þessi dagur byrjaði svo sannarlega vel. Renault náði 1. og 3. sæti í formúlunni í nótt. Ég nennti ekki að vaka eftir keppnninni heldur tók hana upp og horfði á hana snemma í morgun. Rúv skemmdi spennuna lítillega fyrir mér með því að segja úrslitin í fréttatíma klukkan 9 en þá vissi ég svosem bara hver vann þannig að það var enn spennandi að sjá hvernig Alonso gengi.

laugardagur, mars 05, 2005

Vökunótt

Ég harkaði af mér í nótt og horfði á fyrstu tímatökur ársins í Formúlunni. Ég nennti reyndar ekki að horfa til enda því annar Renaultinn var búinn að keyra brautina og ná besta tímanum og ekkert benti til að annar gæti skákað honum því brautin varð eins og fljót yfir að líta þegar bíllinn í sænsku fánalitunum var búinn að fara. Schumacher var langt á eftir Minardi bílunum og meira að segja svo langt að ekki er víst að hann nái að vinna forskotið upp því meðaltal er tekið af tvennum tímatökum í ár.

*********

Ég er búinn að vera upptekinn alla vikuna í brúðkaupsundirbúningi og krossgáturáðningum, hljómar spennandi! Ég er orðinn háður krossgátuni í tímariti Morgunblaðsins, þetta er ekki venjuleg samheitakrossgáta heldur eitthvað mun erfiðara, pabbi Meinvills á sök á að ég hef lagst í gátuna því hann hefur gaman af svona gátum og orðaleikjum og hann benti mér á gátuna fyrir nokkrum vikum, ég er farinn að geta nokkur orð á viku en hef ekki komist nálægt að klára hana.

********

Á eftir förum við Meinvill á rúntinn til að gera aðra tilraun til að finna föt á mig. Ég held reyndar að ég sé búinn að finna föt sem ég kaupi, bara formsatriðið eftir, mátun.

********

Við horfðum á Snatch í gær og Lock stock and two smoking barrels fyrir viku, þetta eru hvort tveggja breskar myndir og eftir Guy Ritchie, báðar sérlega ofbeldisfullar og fyndnar, **** á hvora mynd.

föstudagur, mars 04, 2005

Jæja þá byrjar F1 í nótt á tímatökum. Ég átti leið um renault umboðið í dag og rakst á þessa fínu könnu sem leysir Jordan könnurnar af hólmi Posted by Hello