Þriðjudagur
Þessi dagur hófst á barningi við vekjaraklukkuna, klukkan hafði betur og ég fór fram úr. Ég er búinn að bíða síðan 06:42 í morgun eftir að komast upp í rúm að sofa aftur.
***********
Hressir þessir pólitíkusar, ég er að spá í að verða pólitíkus þegar ég verð stór, sennilega er best að vera framsóknarpólitíkus. Það er tvennt best við að vera framsóknarpólitíkus, nr1. flokkurinn er svo lítill að maður þarf ekki að bíða lengi eftir embætti, nr2. það þarf ekki nokkrum manni að líka við mann og samt kemst maður í efsta sæti á þinginu. Nú ef maður nennir ekki á þing getur maður allaf fengið einhverja þægilega 9-5 vinnu hjá flokksmaskínunni.
Aftur á móti væri sterkur leikur að skrá sig í hinn framsóknarflokkinn því ef maður nær ofarlega í stigann hjá þeim og verður svo óvinsæll fær maður bara embætti í útlandinu. Ég væri örugglega góður sendiherra, þetta er allt bara spurning um að vera með þokkalega þétt handtak og hreinar tennur svo maður geti brosað framan í fólkið í kokkteilboðunum og hrist spaðana á hinum sendiherrunum sem eru sennilega líka í útlegð.
**********
Ég sá veðurfrétta framsóknarmann í sjónvarpinu í gær. Hann var að tala um að HR ætti að flytja í Garðabæ frekar en að vera á besta stað í Reykjavík, og rökin, haldið ykkur fast: það eru ekki nógu góðar umferðaræðar í kringum Öskjuhlíðina. HAHAHAHA hann var góður þessi. Garðbæingar takið eftir! Ég hef áður skrifað hér um umferðarmannvirki í Garðabæ og þau eru nú ekkert til að hrópa húrra yfir þannig að sennilega hefur bara einhver verið að djóka í manngreyinu þegar hann var sendur í sjónvarpið til að segja landsmönnum að tvær akreinar í hvora átt á Bústaðavegi og besti reiðhjólastígur landsins sé verri kostur en ein akrein í hvora átt og enginn hjólastígur í Garðabæ.
***********
Mér finnst soldið sniðugt að það er búið að leggja útivistar- göngu og hjólastíga út um allt svo ekki sé minnst á alla reiðvegina út um allar grundir, en það hefur ekkert segi og skrifa EKKERT verið gert til að tengja sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu saman með hjólaleiðum.
Hjólreiðafólk étið skít því þið kaupið ekkert bensín meðan þið puðið á þessum vatnsrörum ykkar og þar af leiðandi kemur ekkert í ríkiskassann meðan þið getið ekki bara aulast til að taka þátt í samneyslunni eins og aðrir, sko þá er maður bara að verða þessi fíni pólitíkus.
*********
<< Home