laugardagur, mars 05, 2005

Vökunótt

Ég harkaði af mér í nótt og horfði á fyrstu tímatökur ársins í Formúlunni. Ég nennti reyndar ekki að horfa til enda því annar Renaultinn var búinn að keyra brautina og ná besta tímanum og ekkert benti til að annar gæti skákað honum því brautin varð eins og fljót yfir að líta þegar bíllinn í sænsku fánalitunum var búinn að fara. Schumacher var langt á eftir Minardi bílunum og meira að segja svo langt að ekki er víst að hann nái að vinna forskotið upp því meðaltal er tekið af tvennum tímatökum í ár.

*********

Ég er búinn að vera upptekinn alla vikuna í brúðkaupsundirbúningi og krossgáturáðningum, hljómar spennandi! Ég er orðinn háður krossgátuni í tímariti Morgunblaðsins, þetta er ekki venjuleg samheitakrossgáta heldur eitthvað mun erfiðara, pabbi Meinvills á sök á að ég hef lagst í gátuna því hann hefur gaman af svona gátum og orðaleikjum og hann benti mér á gátuna fyrir nokkrum vikum, ég er farinn að geta nokkur orð á viku en hef ekki komist nálægt að klára hana.

********

Á eftir förum við Meinvill á rúntinn til að gera aðra tilraun til að finna föt á mig. Ég held reyndar að ég sé búinn að finna föt sem ég kaupi, bara formsatriðið eftir, mátun.

********

Við horfðum á Snatch í gær og Lock stock and two smoking barrels fyrir viku, þetta eru hvort tveggja breskar myndir og eftir Guy Ritchie, báðar sérlega ofbeldisfullar og fyndnar, **** á hvora mynd.