Úti á lífinu
Sá fáheyrði atburður átti sér stað í gær að við Meinvill fórum í bíó. Síðast fórum við í bíó í ágúst til að sjá Shaun of the dead sem var ranglega nefnd hryllingsmynd af íslenskum þuli sem lýsti Bafta verðlaunahátíðinni. Held samt að Shaun of the dead hafi ekki fengið nein verðlaun sem er synd því ég sá Simon Pegg sem leikur aðalhlutverkið var í salnum tilbúinn að taka við grímunni.
Í gær sáum við Clint Eastwood gráta í myndinni million dollar baby, held að Dirty Harry hafi aldrei tárast áður.
***********
Amazonið mitt er lagt af stað frá breska heimsveldinu og kemur þá vonandi til mín einhverntíman í vikunni, ég er svoooo spenntur að opna kassann að það mætti halda að jólin væru í næstu viku. Ef það næst ekki samband við mig í vikunni er ég sennilega að hlusta á white zombie, Emiliönu Torrini, Meat Beat manifesto/orb eða Modest Mouse. Ef ekkert verður í eyrununum verð ég sennilega ferkanntaður fyrir framan einhverja þeirra 7 dvd mynda sem ég náði mér í á útsölunni. Mér reiknast til að 7 dvd og 5 cd kosti komið til mín 14600 kall, ég þori ekki að reikna hvað þetta myndi kosta í skífunni.
***********
Framdrifinn bíll er mér ekki að skapi, ég lýsti því einhverntíman yfir að ég ætlaði aldrei að fá mér bíl sem ekki er fjórhjóladrifinn, ég er að vísu búinn að ganga á bak orða minna að nokkru leiti með því að kaupa kóreulöduna. Hefði kannski átt að kaupa mér súbarú. Með hækkandi sól ætla ég að kaupa jappa þannig að við Meinvill komumst í jeppó með orkuveitustarfsmanninum og spússu hans.
**********
Nú þarf maður að fara að huga að sumarbústaðapöntunum fyrir sumarið. Spurning um að finna sér eitthvað skemmtilegt veiðivatn og velja út frá því?
************
Las skítablaðið Birtu(blaðið er geymt við koppin) á föstudaginn, þar var skrípamynd af Mugison og einhver grein sem hefur hugsanlega átt að vera fyndin.Í greininni var útlistað hvað maður þyrfti til að hljóta íslensku tónlistarverðlaunin, í greininni voru allskonar hárgeiðslur, skeggsafnanir og fatagerðir tíundaðar og sagt að ef maður væri svona klæddur með svona hárgreiðslu og í svna lopapeysu ætti maðuir verðlaunin vís. Greinilegt var að greinarhöfundurinn var eitthvað svekktur út í Hjálma og Mugison því það skein allsstaðar í gegn að þeir hafi bara unnið út á skrýtinn klæðaburð og einlægni. Fíbbl þú þarna greinarhöfundur, það hjálpar sennilega mest að semja bestu plötur ársins ef maður ætlar að hljóta TÓNLISTARVERÐLAUN.
<< Home