fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Jamm og jamm og jú

Er nafnið á fyrsta laginu á Hjálmaplötunni hljóðlega af stað. Dómnefndin var sammála mér í vali á plötu ársins og því fengu Hjálmar vellaun fyrir bestu plötu ársins eins og ég hef sagt síðan platan kom út.

Þeir sem hlustuðu á Poppland í dag heyrðu kannski þar sem Óli Palli sagði að Björk hafði bara fengið ein verðlaun á tónlistarverðlaunahátíðinni í gærkvöld, sennilega vegna þess að hún vanrækti Íslenska markaðinn og fólk væri þar af leiðandi farið að gjalda líkum líkt.
Ég held þetta sé rétt hjá kallinum, ef ég man rétt hefur Björk ekki haldið tónleika fyrir AÐDÁENDUR sína á Íslandi í níu ár. Hún hélt einhverja tónleika í Háskólabíói fyrir nokkrum árum og það kostaði 7900 kall inn og hún hélt einhverja tónleika í Þjóðleikhúsinu fyrir vini og vandamenn..... já og forsetann. En hún hefur ekki séð ástæðu til að spila fyrir okkur pupulinn á almennilegum tónleikum þar sem kostar ekki hvítuna úr augunum inn. Hún kemur ekki einusinni á þessar uppákomur þar sem verið er að verðlauna hana trekk í trekk hér heima.

Ég er búinn að vera í fýlu út í Björk síðan hún hélt Háskólabíótónleikana um árið því það hafði kostað okkur 16000 kall að sjá tónleikana og það er meira en maður tímir að borga fyrir eina tónleika.

************

Mamma láttu þér batna af flensunni. Annars kemur þessi og sprutar þig í rassinn.

Nurse
************

Meinvill sendi mér þennan á tölvupósti um daginn og ég get ekki setið á mér að setja þetta inn.

Þriggja ára stelpa kom heim af leikskólanum og sagði við mömmu og pabba. Heyrru.
Hvernig var ég til? Var ég ættleidd, í glasi eða rídd?


************

Damn hvað mig er farið að lengja eftir Amazoninu sem ég pantaði fyrir langa löngu, ég stækkaði pöntunina aðeins um daginn því Emiliana Torrini var að gefa út eitt stk disk sem ég held að sé tilvonanadi plata ársins og svei mér þá ef það er ekki bara tilbúið pláss í spilaranum fyrir diskinn hennar.

Singer