fimmtudagur, janúar 13, 2005

Fréttamennska

Það er til máltæki sem segir að þessi eða hinn ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Mér datt þetta í hug þegar ég var að leita að stað á vídeósólu áðan til að taka the office upp. Ég datt inn í fréttatíma frá deginum sem Hringrás brann. Fréttamaðurinn fór mikinn í samtali sínu við framkvæmdastjóra fyrirtækisis sem stóð í björtu báli bakvið hann, viðtalið snérist um starfsleyfi fyrirtækisins og hvort forsvaranlegt væri að hafa það svo nálægt íbúðabyggð. Sennilega hefur smá reykjarlykt sloppið inn til fréttamannsins því slíkur var hamurinn sem hann var í: eruð þið með starfsleyfi, afhverju er ekki búið að endurnýja það, eru eiturefni á svæðinu, er ekki óforsvaranlegt að vera með eldfim efni svona nálægt íbúðabyggð, afhverju endurnýjuðuð þið ekki starfsleyfið áður en það gamla rann út og fáið þið að halda starfseminni áfram á þessum stað? Afhverju hjólaði maðurinn ekki í fólkið sem byggir göturnar í kring og spurði það hví það keypti sér íbúðarhúsnæði á stað sem er spölkorn frá þessum hættulega stað? Hvort kom á undan Hringrás sem hóf starfsemi sína á þessum stað árið 1950 eða húsin við Kleppsveg og Rauðalæk sem voru byggð á árunum 1957-1967? Hann réðst á garðinn þar sem hann er lægstur.

****************

Auglýsingar: Hvað er prósta assllttur þegar rætt er um útsölu?

Common Ágústa gastu ekki fundið neitt verra nafn en "samviskubitinn" yfir heilsusamlokurnar þínar?

****************

Vonandi dó numetalið með x-inu

Vonandi eru menn búnir að átta sig á að rokk frá árunum 1970-1993 heldur ekki uppi heilli útvarpsstöð.

****************

Ég skoðaði bróður bílsins míns uppi á höfða í gærkvöld og leist ekkert á hann enda var hann bæði með beyglu og ryð.

Meinvill fann sér jeppa við hæfi en ég taldi hann ekki praktískan, hún vildi kaupa Hummer á 44 þumlunga hjólbörðum, bíllinn er í útlenskum felulitum og kostar heilt helvíti. Ef hann ætti að vera í íslensku felulitunum ætti hann að vera hvítur á veturna en svartur og mattur á sumrin svo hann falli inn í hálendið.

************

Mig langar í 1000 watta heimabíóið frá þeim framleiðanda sem ég kaupi flest raftæki frá, það fæst í Elko og kostar þar tvöfalt meira en tjallinn getur keypt það á heima hjá sér. Helvítis hyski sem er búið að skipta raftækjamarkaðnum í tvennt. Ég er svo flinkur að ég get flutt inn myndavél frá sama framleiðanda og heimabíóið er frá, tuttugu bláum ódýrara en Elko býður. Þeir hljóta að senda einn mann til útlandsins til að flytja eina vél inn. huh
Spurning hvort sá sem sækir eitt og eitt tímarit til útlanda fyrir bókabúðirnar fær að sitja við hliðina á honum í vélinni? Allavega er fáránlegur verðmunur á þessum varningi hér og í London.


************

Uppáhalds lagið mitt þessa dagana er ekki komið út á disk og kemur ekki fyrr en 31.janúar, ekki einusinni á smáskífu.drasl

***********

Held ég hafi gleymt því um daginn þegar ég kom frá Færeyjum að segja frá því þegar ég keypti mér appelsín með matnum á veitingastaðnum, ekki það að drykkurinn hafi verið til afspurnar heldur var það dagsetningin sem var prentuð á flöskuna: 31.02.2005

************

Ég er á leið út í bæ að vinna í næstu viku (í næsta húsi við Hrönn jeppagarp og bjórþambara). Ég er strax kominn með hroll því ég held að það sé enn kaldara inni í húsinu sem ég á að vinna í en fyrir utan það. Kannski skakklappast ég yfir götuna og sníki stóran kaffifant hjá jeppagarpinum svo ég geti hlýjað mér á kaffinu (assgoti ágætir kaffifantar sem ég hef stundum sníkt af þeim), svo setur maður bara Stoh romm í bollann og málunum er reddað....... þangað til maður þarf að fara að vanda sig við vinnuna :(