Jamm og jamm og jú
Skammist ykkar ríkisstjórn íslands! 5 milljónir til handa nauðstöddum íbúum Indónesíu, skammist ykkar. 5 milljónir gera 17,04 krónur á hvern landsmann. Indónesía er eftir því sem mér skilst eitt af fátækari ríkjum heimsins og þar fórust sennilega yfir 95000 manns jebb nítíuogfimmþúsund manns og hvað gerir ríkisstjórn Íslands annað en að hringja til svíþjóðar og bjóða einni af ríkustu þjóðum heims aðstoð við að koma slösuðum þegnum sínum heim að hamfarasvæðunum. Ég er svo reiður að það hvítna á mér hnúarnir.
Eru mannslíf verðmætari hérna megin á þessari kúlu sem við köllum jörð?
Í þau tólf ár sem ég hef fylgst með formúlu eitt í sjónvarpi hefur mér verið í nöp við Michael nokkurn Schumacher nú hefur hann gefið sexhundruð og nítján milljónum meira til hjálpar nauðstöddum í asíu en Íslenska ríkið, mér er enn í nöp við hann sem ökumann en met mikils framlag hans.
Íslenska ríkisstjórnin eyddi 3,6 sinnum hærri upphæð í skrípamyndir núna rétt fyrir jólin en hún hefur eytt til góðgerðarmála í Asíu. Þeim finnst líka allt í lagi að spandera 300 milljónum í að halda úti "her" í afganistan.
5 Milljónir eru c.a. fimm mánaða sendiherralaun.
5 Milljónir er verðið á Nissan patrol (4945000 elegance týpan sjálfskiptur)
5 milljónir eru verðið á hálfkláruðu sumarhúsi í Hvassahrauni.
5 Milljónir er verðið á 2000 geisladiskum í skífunni
5Milljónir er verðið á 5 fellihýsum
8 Milljónir er verðið á prívatklósetti fyrir dómsmálaráðherra
18 Milljónir er verðið á heildarsafni Sigmund
Pælið í því hvað má gera fyrir heilar 5 milljónir, ég vænti þess að það megi kaupa svolítinn mat fyrir 5 milljónir en mér finnst þetta bara svo lág upphæð að betra hefði verið að sleppa þessari nánasargjöf.
<< Home