miðvikudagur, desember 22, 2004

Í tilefni af........

Já hugsa sér banana republic of Iceland á afmæli um þessar mundir og þá er ekki úr vegi að eyða peningum í ýmsar nauðsynjar, 18 milljónir fyrir skrípó. Þetta nær ekki nokkurri átt að ríkið kaupi sér skrípamyndir af einhverjum útlendingi(frá vestmannaeyjum) fyrir 18 milljónir króna. Þegar ég varð þrítugur í vor fékk ég ekki The far side safnið eins og leggur sig frá ríkinu og þó finnst mér það mjög fyndnar bækur.
Á sama tíma er verið að ræða hvort það eigi að halda úti mannréttindaskrifstofu Íslands. Pólitíkusar landsins takið eftir: þið eigið að vinna fyrir okkur en við ekki fyrir ykkur, ef ykkur langar í skrípó þá skulið þið bara byrja að safna því í rólegheitum á ykkar eigin kostnað eins og við hin þurfum að gera.
*********

Kom Meinvill á óvart í gær með því að kaupa handa okkur litla og sæta uppþvóttavél sem smellpassar inn í skáp, næsta mál er að fara í Byggingavöruverslun kópavogs og redda fittings og rafmagni í draslið svo maður geti hent skítuga burstanum.

***********

Eftir gríðarlega margar ferðir gegnum fríhöfnina á ég orðið mikið magn bjórs. Ekkert sérhannað ílát var til á heimilinu til að geyma bjórinn í milli þess sem hann var í dósinni og maganum þannig að ég fór í Íkea í gær og keypti munnblásin bjórglös, eins gott að uppþvottavélin er komin í hús því annars gæti maður lent í að drekka stefið úr einhverjum glerblásara.