þriðjudagur, desember 21, 2004

Jólafrí

Ég er kominn í jólafrí og fer ekki meira til útlanda á þessu ári. Mér seinkaði aðeins heim því færeyingarnir vildu halda okkur yfir helgina, það þýðir bara mor monní.
Litlu munaði að ég tapaði fínu rafsuðuvélinni minni þarna úti því Færeyingarnir vildu kaupa hana af okkur, sem betur fer slapp það til.

******

Við fengum láns mann með okkur út í byrjun verksins, þetta er maður sem er tæplega fimmtugur en við vorum vissir um að hann væri rétt að komast á aldur. Þessi kall er mikill besserwisser og notaði hvert tækifæri sem gafst til að segja okkur hvernig væri best að framkvæma hlutina. Þessi kall er ekki frábrugðinn öðrum besserwisserum að nokkru leiti og þar af leiðandi ekki neitt sérstaklega klár..... eiginlega bölvaður bjáni sem finnst öll tækni óþörf." Það er lang best að gera þetta svona en ekki eins og þú ert að gera" fékk maður gjarnan að heyra. Mér fannst soldið fyndið þegar hann merkti enda á röri "beija" einn stríðnispúkinn í hópnum benti honum á að beija væri skrifað BEYGJA, kallinn var ekki lengi að svara: "þetta er flýtiskrift, maður getur líka gert batra X".

Þegar við lentum óvart í Bergen en ekki á Vági og þurftum að fara á hótelið með langa nafninu tékkaði flokkstjórinn sig inn fyrstur en ekki vildi betur til að hann skildi ekki þegar hann var spurður hvort hann vildi reyk eða reyklaust svo ég sagði honum að hún hefði spurt hvort hann vildi reyk eða reyklaust hann sagði í dauðans ofboði að hann kærði sig ekkert um reyk. Þá kom að lánsmanninum að tékka sig inn ( hann ber norskt eftirnafn en ég kýs að kalla hann Jón Kristiansen) : Hótelstarfsmaður: Your name plesae
Lánsmaður: Jón Kristiansen
Hótelstarfsmaður pikkar á tölvu og spyr svo: would you like to have double room?
Lánsmaður: jess með mikilli áherslu á essin tvö
Hótestarfsmaður: and the other name is?
Lánsmaður: Jón Kristiansen
Þá fattaði starfsmaðurinn að kallinn skildi ekki orð af því sem var sagt við hann og rétti lykilinn yfir borðið. Þegar þessu var lokið og allir komnir með lykil spurði ég kallinn með hverjum hann hafi ætlað að vera í herbergi, hann varð ægilega hissa í framan og sagðist ætla að vera einn svo ég spurði afhverju hann hafi þá þegið double room "ég hélt að hún hafi spurt hvort ég vildi reyk eða reyklaust" huh bjáni

**********

Ég hef aldrei upplifað eins harða lendingu í flugvél eins og fyrir hálfum mánuði þegar við fórum út, vélin kom á fleirihundruðkílómetra hraða inn að flugbrautinni sem ég efaðist um að hún næði inn á og svo skall vélin niður með miklum látum og nauðhemlaði þannig að maður snerti ekki sætið í nokkurn tíma heldur hékk uppi í öryggisbeltinu. Þetta er reyndar ekki óvanalegt því yfirleitt þegar þeir lenda í RVK snertir vélin brautina rétt við Suðurgötuna og svo reyna þeir að ná beygjunni inn að flugstöðinni strax frekar en að snúa við. Þetta þýðir að maður VERÐUR að vera kyrfilega bundinn við sætið.