föstudagur, september 17, 2004

Óstundvísi

Óstundvísi er leiðinda ávani sem fólki gengur misjafnlega að venja sig af. Þegar maður bíður eftir einhverjum sem segist ætla að vera staddur á einhverjum fyrirfram ákveðnum stað á fyrirfram ákveðnum tíma en viðkomandi er ekki á þessum stað á þessum tíma getur maður orðið annaðhvort svekktur eða pirraður. Nú gætu sumir verið farnir að taka þetta til sín en ekki er ætlast til þess heldur er ég að svekkja mig á að Baggalútur ætlar að taka sér þingmannalengd á sumarfríi frá netinu og ætla ekki að koma aftur fyrrr en 1. okt. buhu og ég sem var orðinn svoooo spenntur að lesa delluna sem frá þeim flæðir.

***********

Ég er byrjaður að taka saman verkfærin sem ég tek með mér til nágrannalandsins, ég er ekki kominn með neitt stóra hrúgu á borðið, bara svona botnfylli í tösku. Ég býst við að geta byrjað á fullu á morgun að smala hinum ýmsustu verkfærum.

Ég er óskaplega feginn að ég fer eftir viku en ekki í gær með ferjunni til Þórshafnar því ég er nokkuð viss um að ég hefði skoðað botninn í klósettinu full vel í fellibylnum sem gekk yfir landið og miðin í nótt.

Annars er svo magnað með íslenskar fréttastofur að þær eru svo uppteknar af að segja okkur hvernig veðrið er þessa og hin stundina í Ameríkuhreppi að þeir gleyma að segja manni frá fellibyl sem brunar á 52 metra hraða á sekúndu yfir landið okkar