fimmtudagur, september 02, 2004

Embætti

jamm nú skil ég hvernig fólki líður þegar það fær að fara á námskeið og fær svo skrifstofu með tölvu í kjölfarið. Ég er ekki beint að fara á námskeið heldur á ég að sitja á morgun úti í horni og stúdera rafsuðuvél sem er tölvustýrð og sýður saman rör. Þetta kann að hljóma einfalt en ég er ekki viss um að það sé svo einfalt því ég á að forrita vélina og í þokkabót kann enginn á vélina í fyrirtækinu því hún er ný og engin svona vél áður verið til í fyrirtækinu. Það sem ég á að gera er að lesa bæklinginn og setja vélina svo upp og vinna á hana, þegar ég er búinn að læra á hana á ég að kenna einhverjum öðrum á hana svo hægt sé að leysa mig af á vélinni því þetta er það sem ég á að gera næstu mánuði. Ég verð að viðurkenna að ég var pínu upp með mér þegar verkstjórinn hringir úr sumarfríinu til að skipa mér að læra á grip sem enginn kann á og kostar hálfa þriðju milljón í þokkabót.

************

Hér eftir kemur símtal sem átti sér stað milli listmálarans og Armors sem vinnur með Meinvill:

Bóksalinn:Bókabúð góðan dag
Armor: Góðan dag átt þú til eftirréttauppskrifatbók
Bóksalinn: hmmm hvaða?
Armor: veitiggi
Armor: er listmálarinn við?
Bóksalinn: já augnablik
Listmálarinn:já halló
Armor: Góðan dag ég heiti Armor er að vinna með Meinvill sem er konan hans skakklappa sem er bróðir umhverfisráðherra(ættarinnar) sem er konan þín og mig bráð vantar uppskriftabók sem þið gáfuð skakklappa í afmælisgjöf.
Listmálarinn: hnyklar brýrnar ræskir sig og segir já ég kannast við það og hún er til.
Armor: skellir á og áður en listmálarinn nær að leggja tólið frá sér er Armor búin að þjóta gegnum búðina, hrifsa bókina og er að borga þegar listmálarinn rankar við sér og leggur símtólið frá sér.
Nú er Armor búin að taka gleði sína og getur hætt að öfunda Meinvill þegar Meinvill kemur í vinnuna angandi af kökum og kræsingum úr fínu bókinni.

Listmálarinn sagði mér að hann hafi gert sér grein fyrir um leið og hann tók upp tólið að Akureyringur væri á hinum enda línunnar og þessvegna hafi hann sýnt mikla stillingu og almennilegheit. Hann lét það fylgja með að Akureyringar gætu ekki gert neitt að því hvernig þeir eru(hann er úr næsta skurði við hliðina og ætti að þekkja þessa granna sína).