mánudagur, ágúst 30, 2004

Akureyringar

Ég geri mér grein fyrir að Akureyringar og aðrir norðlendingar nota einhverjar aðrar aðferðir við að mæla veðurhæð en aðrir landsmenn en ég vissi ekki að maður væri orðinn ökuníðingur ef maður ekur bíl á ríflegum gönguhraða. Allavega fann ég þetta í norðlenskum fréttum á ruv.is.


29.08.2004 12:06
Ökuníðingur tekinn við Húsavík
Maður á þrítugsaldri grunaður um ölvun sem ók á 20 km hraða milli Akureyra og Húsavíkur í morgun var færður í fangageymslur lögreglunnar á Húsavík. Hann má eiga von á því að verða sviptur ökuleyfi.

Svo er þetta bara svona ljómandi vel stafsett hjá þessum blessuðu ríkisstarfsmönnum, ég er samt ekki viss hvort það var ölvunin eða maðurinn sem keyrði á 20kmh ;)