föstudagur, ágúst 27, 2004

Húrra húrra húrra

Ég er kominn með annan lesanda að síðunni minni, það er gaman að fá viðbrögð við því sem maður setur á netið því þá veit maður í það minnsta hvort einhver les þetta eða ekki.
Besta leiðin til að lækka verð á öllum mögulegum hlutum er að hætta að kaupa vöruna sem okrað er á. Flestir sem ég umgengst dags daglega eru búnir að átta sig á að það þarf ekki endilega að kaupa vöruna á Íslandi heldur er hægt að nota sér netið til að panta inn dótarí sem mann bráðvantar eins og tónlist, bækur, DVD og tímarit.

***********

Um daginn tók ég mig til og fór með hjólið mitt á verkstæði til að láta setja keðju á hjólið mitt, keðjan sem ég rétti manninum og hafði keypt nokkru fyrr í þessari reiðhjólaverslun var ekki sú rétta fyrir hjólið þannig að auka kostnaður hlaust af. Næstu tvo daga hjólaði ég í vinnuna en var ekki alveg sáttur við hjólið því keðjan datt af í tíma og ótíma og hjólið skipti um gír eins og því væri borgað fyrir. Ég tók því hjólið og henti í hausinn á viðgerðamanninum og lét þau orð falla að næst vildi ég fá hjólið í lagi, nokkrum dögum seinna hringdi maðurinn í mig og sagði að fremri tannhjólin væru ónýt og annar gírskiptirinn væri líka ónýtur, ég fór í hjólaskúffuna hjá Bauna og fann skiptingu og bað manninn að setja hann á hjólið og ný tannhjól að framan hann tuðaði eitthvað og sagði að það væri dýrt ég lokaði eyrunum og labbaði út.
Í fyrradag fór ég svo og sótti hjólið, kallinn sagði að hjólið væri alveg tipp topp og hann væri búinn að prófa það sjálfur. Það er skemmst frá því að segja að það er svo illa stillt hjá honum að ég býst við að ég verði að stilla það sjálfur því ég nenni ekki að eltast við kallinn. Þar sem ég er iðnaðarmaður sjálfur veit ég að ef einhver skilar hlut sem uppfyllir ekki kröfur um gæði vandar maður sig alveg sérstaklega við að laga það sem um var beðið og maður lætur hlutinn ekki frá sér nema maður sé búinn að gulltryggja að vitleysan sé horfin. Það er spurning um að fá ráð frá SM um hvernig á að eiga við ómögulega verkstæðismenn sem kunna ekki að finna bilanir í skiptingum,,,,,, ég veit þó að það er ekkert að svissinum. :/