laugardagur, ágúst 07, 2004

Skítapakk

Ég fékk staðfestingu á að starfsfólk Kfc er ekki björtustu perurnar í ljósakrónunni.Ég hef fjórum sinnum keypt hotwings hjá þeim en bara tvisvar fengið hotwingssósu(sem er aðalatriðið með þessum bitum). Oft og mörgum sinnum hef ég ekki fengið kokteilsósu(sem er ágætt því hún er óholl) en mér finnst að ef þær gleyma að setja sósuna í pokann eiga þær að sleppa því að rukka mann fyrir hana.
Ég hef aldrei kvartað við kfc fyrr en í kvöld, ég hef bara bölvað í hlóði og hugsað þeim þegjandi þörfina, þangað til í kvöld þá sprakk ég og reif upp símann, fyrir svörum var einhver stúlkukind sem sagði mér að henni þætti þetta ákaflega leitt og bað mig afsökunar. Ég muldraði eitthvað í símann og lamdi svo saman einu bréfi sem ég sendi forsvarsmanni þessa veitingastaðar og tíundaði allar sósurnar sem ég hef farið á mis við.

***********

Ég fékk sendingu frá Breska heimsveldinu í kvöld, hún innihélt nokkra pakka af afþreyingu, eina 470 síðna bók um ambienttónlist geisladisk með Matmos, baba tiki dido sem er nýjasta afurð Sigurrósar, einn disk með Blonde redhead og selected ambient works 85-92 með Aphex twin, ég keypti líka þrjár dvd myndir, fyrst ber að nefna Pirates of the Carribean svo voru the transporter og Intolerable cruelty en sú mynd er eftir sömu gaura og gerðu meistaraverkin The big lebowski og oh brother were art thou.

***********

Meinvill gerði lista yfir uppáhalds diskana sína eftir að ég rausaði eitthvað um að mér þætti þessi og hinn diskurinn afburðargóður. Hér kemur sýnishorn af uppáhaldinu mínu.Þó ég númeri diskana gefur það enga mynd af því hvar á listanum þeir eru því það er erfitt að gera upp á milli þeirra og skoðun manns getur breyst milli daga.

1) The Orb- the orb´s adventures beyond the ultraworld
2) Sigurrós- Ágætis byrjun
3) Muse- Origin of symmetry
4) Aphex Twin-SAW vol 2
5) Brian Eno- Appollo atmospheres and soundtracks
6) Daniel Lanois- Shine
7) Massive attack- Messanine
8) The Orb- Orblivion
9)Faith no more- Angeldust
10) Singapore Sling- The curse of singapore sling
11) Aphex Twin- Come to daddy
12) Muse- Hullabaloo
13) Akasha- Love philtre magic
14) Safndiskurinn One Love/Warchild gefinn út til styrktar stríðshrjáðum börnum
15)Radiohead-Amnesiac
16) The Avalanches- Since I left you
17) Death in Vegas-The contino sessions
18) Clinic-Internal wrangler
19) Thievery corporation-DJ kicks
20) Deus- in a bar under the sea

Svona lítur það nú út inn á þennan lista vantar helling af diskum en engum er ofaukið