mánudagur, ágúst 02, 2004

Gömul föt verða sem ný

Ég hef átt við sama vanda að etja og margir aðrir á mínum aldri. Eftir að ég hætti að vaxa upp á við fór ég að vaxa bæði fram og út á hlið. Verst var þetta meðan ég var heima í hnébrotinu því þá gat ég ekki djöflast neitt, meðan vöðvarnir rýrnuðu óx belgurinn en þó án þess að ég þyngdist neitt að ráði, þó náði ég að slá þyngdar met mitt sem er nú engin óskapleg tala.
Eftir að ég byrjaði að vinna hefur hvert kílóið flogið á eftir öðru án þess að ég hafi gert neitt sem ætti að stuðla að þyngdartapi annað en að ég hef reynt að vera nokkuð duglegur í vinnunni.
Í gær varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að finna gamlar uppáhaldsbuxur inni í skáp, ég kippti þeim út úr skápnum og hugsaði: ætli ég passi í þessar? Viti menn þær smell pössuðu og ég hef ekki enn sprengt smelluna á þeim upp.

************

Ég er að fara í afmæli á eftir til Ömmu minnar sem náði þeim merka áfanga í dag að verða 95 ára. Ég er búinn að baka tvær ostakökur í tilefni dagsins. Það verður nú engi stórveisla en þó koma tvær gamlar frænkur í heimsókn til hennar og svo verður familían náttúrulega á staðnum reyndar mínus baunafamilían.