laugardagur, júlí 17, 2004

Erlendir gestir

Í gær fékk ég tvo gesti frá Danaveldi þetta voru hvort tveggja nýbúar í Dk og þeir eiga það sameiginlegt að ætla sér að flytja á klakann við fyrsta tækifæri. Fyrst komu prinsessan og pabbi hennar og þegar þau voru farin kom nafni minn og fékk sér kvöldkaffi með mér.
Í kvöld kemur svo sænski nýbúinn í heimsókn til okkar. Meinvill fer út á flugvöll til að sækja hann.
***********
 
Sprungið dekk!
Ekki nóg með að jeppinn sé bilaður heldur er sprungið á fólksbílnum damn damn ég þarf að fara út og rífa undan honum og láta bæta draslið. Þegar það er búið á að skella sér í sveitina til að hitta ættingjana á hinu árlega ættarmóti í Borgarfirði, ættarmótið er haldið í sumarbústað sem frænka mín og fjölskyldan hennar á. Þegar ég verð stór ætla ég að eignast sumarbústað. Ég er búinn að skoða þetta svolítið og mér líst vel á að kaupa bara íbúð einhversstaðar inni í sveitaþorpi, það kostar nefnilega ekki neitt og er ekki svo galið finnst mér.
 
***********
 
Ég er hættur að nota spelkuna, læknirinn sagði að ég mætti byrja að sleppa henni smátt og smátt og fikra mig áfram spelkulaus. Það er ekki að spyrja að því, ég tók samstundis af mér spelku drusluna og henti henni út í horn og hef ekki sett hana á mig aftur. Ekki get ég sagt að ég sakni hennar mikið, í það minnsta sakna ég ekki kláðans sem fylgir henni.