Allt þetta fólk
Það kannast flestir við að hugsa hvaðan kemur allt þetta fólk sem fyllir sjónvarpsþættina. Ég hef í það minnsta oft hugsað svona gegnum tíðina, nú er ég búinn að komast að svarinu við þessari spurningu. Fólkið kemur héðan og þaðan úr þjóðlífinu. Það er skömm að segja frá því að ég sat fyrir framan svartholið fyrr í vikunni og var eitthvað að skipta milli stöðva, í einni skiptingunni datt ég inn í hinn grautfúla brúðkaupsþátt. Það var verið að gefa saman par að hætti ásatrúarmanna ég hef aldrei séð svoleiðis athöfn áður svo ég staldraði aðeins við. Þegar athöfnin stóð sem hæst byrjaði ég að sjá kunnuglegu andliti bregða fyrir öðru hvoru, það svona sveiflaðist í og úr mynd og sást sjaldnast nema hálft. Andlitið tilheyrir ákveðnum slökkviliðsmálara og vini mínum úr Kópavogi. Jæja skítt með það ég staldraði svolitla stund við til að fullvissa mig um að þetta væri maðurinn og jú það fór ekki á milli mála því hann sat við borð á einu myndskeiði og talaði eins mikið og hans er von og vísa.
Í gærkvöld horfði ég á fréttir og ísland í dag. Þar var verið að ræða við óvenju myndarlegan snigil og Umferðaröryggisfulltrúa frá Landsbjörgu, eitthvað kannaðist ég við nefið á honum því við vorum saman í skóla fyrir rúmum tíu árum, þá báðir þess fullvissir að við ætluðum að verða bakarar. Árið 1993 fórum við svo saman til köben í náms og bjórsmökkunarferð með bekknum okkar.
Í tíufréttunum var frétt um skógarelda í Portúgal. Talað var um að þetta væru afleiðingar óvenju mikils hita sem hefur geisað á svæðinu í sumar. Í fréttinni var talað við fararstjóra hjá einhverri ferðaskrifstofu, ég heyrði alveg fram í eldhús að þetta var kunnugleg rödd þó ég hafi ekki heyrt hana í 10-15 ár. Það var nefnilega talað við mömmu vinar míns frá því ég var unglingur. En hún er einmitt búsett í Portúgal.
Dagskráin í gær var svo slöpp að ég svissaði á skjá einn. Þar var þátturinn hjartsláttur á dagskrá og þar sem ég fann ekkert skárra hinkraði ég aðeins til að sjá hvort þau töluðu við eitthvað áhugavert fólk. Þegar þátturinn var um það bil hálfnaður var farið inn í einhverja sápubúð í kringlunni og talað við starfsstúlku þar, það reyndist vera systir gamalla félaga minna úr björgunarsveitinni.
Ég get ekki beðið eftir að kveikja á kassanum í kvöld til að athuga hvort ég rekst ekki á gamla vini eða kunningja á skjánum því mér finnst allt efni með einhverjum sem ég þekki eða hef þekkt mun áhugaverðara en anað efni í sjónvarpi, þó að efnið væri ekki spennandi á þeirra sem maður þekkir.
*********
Þá er ég búinn að vinna heila viku hálfan daginn og er bara nokkuð ánægðu með mig að hafa afrekað það án þess að gefast upp því fyrsti dagurinn var líkastur helvíti því ég var svoooo þreyttur, annar dagurinn var lítið skárri en dagurinn í dag var fínn. Hann var svo fínn að það er aldrei að vita nema maður harki af sér allan daginn í næstu viku, eða allavega eitthvað lengur fram á daginn.
<< Home