mánudagur, júní 28, 2004

Morgunstund gefur gull í mund

Það er ekkert flóknara en það að ég þurfti að slökkva á klukkunni í morgun. Ég raðaði í mig ristuðu brauði og drakk ósköpin öll af mjólk með en hellti ekki upp á kaffi því ég vissi að það væri nýlagað í vinnunni. Ég var mættur löngu fyrir tímann því ég þurfti að galla mig upp því gamli gallinn er með klauf á vinstri skálminni eftir að starfsmenn rauðakrossins sóttu mig í vinnuna. Ég fór fram á að fá eitthvað létt verkefni því ég treysti lappardruslunni ekki til að djöflast í einhverju hardcore. Ég var settur beint í eitthvað pilleríis smíðaverkefni fyrir einhverja norska fabriku.
Um hádegi hélt ég að löppin væri dáin því ég var svo þreyttur í hanni eftir þetta létta verkefni.
Nú er ég kominn heim og er byrjaður að hvíla fótinn því ég ætla aftur á morgun í vinnu, þá held ég áfram að smíða þennan ramma sem ég byrjaði á í morgun.

*************

Það er glæsilegt að fylgjast með rimmunni milli sjallanna og forsetans, mogginn sver af sér allar sakir um að hafa hvatt fólk til að skila auðu eða sitja heima. Ég er á því að mogginn hafi tekið skýra afstöðu gegn forsetanum því önnur eins fyrirsögn hefur ekki sést framan á íslensku dagblaði eins og sú sem prýddi forsíðuna á laugardaginn. Nú er spurning hvort mogganum verður ekki veifað í pontu á sumarþinginu og einhver gargar "sjáið fyrirsagnirnar lesið upphrópanirnar það verður að stoppa þessa menn".

*************
Bomb