Imbakassinn
Ef svartholið í stofunni hefur einhverntíman verið til óþurftar þá er það þessa dagana. Þannig er nefnilega mál með vexti að það er búið að færa fréttirnar nær háttatíma í stað þess að færa þær fram um klukkutíma og lengja þá seinni fréttatímann.
Sennilega er þeim seinkað ti þess að kúabændur geti mjólkað og talið hluta af 28 milljörðunum sem þeir fá úr vasa okkar skattgreiðenda.
Skítt með að það sé sýndur fótbolti á besta tíma í svartholinu heldur er svo þáttur á enn betri tíma þar sem einhverjir froðusnakkar tala um fótbolta. Mér er óskiljanlegt að menn skuli nenna að horfa tvo bjána segja hvorum öðrum hvað þeim fannst um leikinn og hver var mesti ruddinn og hver hefði átt að fara í sturtu á undan hinum.
Í gær samanstóð dagskráin af fótbolta frá morgni til kvölds og inn á milli var skotið garðyrkjuþætti og viðtali við lord bacon.Í kvöld er fótbolti og viðtal við tvöþúsundkallinn.
Mér fannst sniðug skýringin hans Hallgríms Helgasonar á friði 2000, hann sagði árið 1999 að við fengjum sennilega frið fyrir honum árið 2000.
***************
Ég ætla að fara með jeppann í skoðun í dag, það er alltaf soldið spennandi að fara með skrapatól í skoðun því maður fær svona innkaupalista stílaðan á bílanaust eða stillingu með bílnum þegar maður keyrir út.Ég veit um eitt eða tvö atriði sem ég fæ græna athugasemd á, annað kostar 1500 kall og mjög skítugar hendur en hitt kostar eithvað aðeins meira og þung hamarshögg á stýrisbúnaðinn.Ég held þeir fari nú ekki að sleppa mér í gegn með alla stýrisendana í lagi,það væri í það minnsta stílbrot.
Ég ætlaði um daginn að fá verkfræðinginn og tilvonandi sænskan nýbúa til að skoða bílinn en hann var svo upptekinn í vinnunni hjá fyrrum skoðunarstöð ríkisins að hann mátti ekki vera að því að kíkja á kaggann.
Annars er hann sjáfstæðismaður þannig að það er eðlilegt að hann fái sér vinnu hjá fyrrverandi ríkiskompaníi, þeir enda allir á spenanum.
<< Home