föstudagur, júní 11, 2004

Veiða eða sleppa að veiða

Til eru menn sem deila áhugamáli með mér að hluta til. Þeir veiða fisk eins og ég geri en öfugt við það sem ég geri þá sleppa þeir fiskunum sem þeir veiða. Þetta kalla menn að veiða og sleppa. Ég hef ekki fundið þörf hjá mér fyrir svona dýrapyntingar ég ýmist rota fiskinn eða sker á tálknin, svo ríf ég innan úr honum og set svo í poka og fer heim með aflann ef einhver er og gef vinum og vandamönnum ef ég elda aflann ekki sjálfur. Ég skil ekki hvað menn fá út úr að sleppa fiskinum sem þeir veiða. Mér finnst þetta svipað og að fara út í búð og fylla körfuna af rándýrum kræsingum fara á kassann, borga og raða svo vörunum aftur upp í hillu og labba tómhentur út.