þriðjudagur, júní 08, 2004

Þriðjudagur

Ég er ánægður með þá flokka sem eru í ríkisstjórn.Þetta er samansafn allra gáfuðustu manna og kvenna landsins. Það er gott að hafa svona gáfað fólk til að stjórna fyrir sig þegar maður er frekar tregur sjálfur. Það er líka gott þegar þetta sama fólk tekur að sér að segja manni hvað maður má lesa og hvað ekki. Það er líka gott að fá að vita hverjir mega segja manni fréttir og hverjir ekki. Þegar maður er tregur þarf einhver að hafa vit fyrir manni það er ekki nokkur spurning.
Auðvitað hefðum við klúðrað málum ef við hefðum verið spurð hvort við vildum meiða útlendina í þágu frelsis gáfumannasamfélagsins í Ameríkuhreppi. Auðvitað hefðum við klúðrað málum ef við hefðum sagt okkar skoðun á því að byggja ætti stærsta drullupoll landsins í ósnortinni náttúru (hún var ekki ósnortin því LV var byrjuð að grafa löngu áður en leyfi fékkst fyrir framkvæmdum) í þágu Auðhringa(sem er jákvætt)frá þessum sama hreppi fyrir vestan okkur.
Fyrir ykkur heimskingjana sem lesið þetta þá er búið að segja mér (mér dettur ekkert í hug sjálfum) að auðhringur og auðbaugur er ekki það sama, annað er mjög vont og ber að forðast(banna) eins og heitan eldinn það eru nefnilega glæpamenn sem reka það fyrirtæki það er reyndar ekki alveg vitað hvað þeir gerðu af sér en við finnum út úr því einhvernveginn. Svo eru þetta lygalaupar líka. Það hefur reyndar enginn sagt mér hverju þeir hafa logið en við skulum trúa foringjanum hann er óskeikull. Foringinn og hans undirmenn segja okkur að glæpamannablöðin séu uppfull af lygi og þeir hafa hrópað úr ræðustóli:"sjáið þið fyrirsagnirnar lesið blöðin fynnið lygina". Fyrirgefið mér en ég tel mig ekki nógu gáfaðan til að spotta lygina svo vinsamlega bendið mér á dæmin því ég er alveg blindur á þetta. Eina alvarlega lygin sem ég man eftir í dagblaði var þegar málgagn sjálfstæðisflokksins brunaði upp í gufunes með myndavél til að sanna það að einn þingmaður flokksins og fyrrverandi starfsmaður blaðsins hefði ekki stolið einhverjum tjarnardúk. "Sjáið dúkinn hann er hérna honum var ekki stolið það er bara verið að geyma hann hér svo það sé hægt að gera við meistaraverk íslenskrar byggingarlistar". Ekki minnist ég þess að nokkur maður hefði farið fram á að mogginn yrði settur í straff fyrir þetta. Og ekki minnist ég þess að nokkur maður hafi staðið í pontu og hrópað lesið blaðið skoðið fyrirsagnirnar lesið fréttirnar það þarf að gera eitthvað til að stoppa þessa menn.
En eins og ég kom að áðan er ég frekar tregur þannig að ég þarf einhvern gáfumann til að lesa fyrir mig blöðin og útskýra fyrir mér í leiðinni hvað er rétt og hvað er rangt,mér er alveg sama þó sá sem les fyrir mig blöðin sleppi einhverjum fréttum sem eru óþægilegar, það er nefnilega ekki lygi ef maður þegir.
Mikið væri nú lífið betra ef það væri ekki svona felsi á ritmarkaði og matvörumarkaði og samgöngumarkaði og mikið væri nú gott ef það væri enn bara eitt olíufélag með skrifstofur á þremur stöðum í bænum.Mikið væri lífið gott ef menn myndu nú bara taka sig til og hlýða foringjanum þá væri allt miklu betra.

Relaxing By The Fire