mánudagur, júní 07, 2004

Tiltekt og viðhald

Jæja veiðitímabilið hófst hjá mér í gær með því að ég fór út á svalir með veiðitöskuna mína og tætti allt upp úr henni.Ég held að Meinvill hafi haldið að ég væri eitthvað klikk þegar ég sat með keflin úr hjólunum og tætti línuna út af hverju keflinu á fætur öðru. Ég ætla nefnilega að nota daginn í að láta setja nýja línu á hjólin og kaupa það sem á vantar fyrir veiðitúrinn um næstu helgi. Ég er svakalega spenntur fyrir túrnum en samt pínu stressaður út af löppinni sem er ekki orðin alveg nógu góð. Það verður bara að harka af sér og fara á hækjunum niður að vatninu(sem er ekki löng leið). Pabbi Meinvills ætlar að vera á bíl þannig að við þurfum ekki að bíða eftir þeim sem sofa út eins og í fyrra og hitteðfyrra,það er nefnilega smá jeppó að vatninu. Við fáum sumarbústað lánaðan þannig að maður þarf ekki að vakna við talandi páfagauk ena ferðina enn.


Ice Fishing

ég vona að við fáum svo gott veður að við þurfum ekki að veiða gegnum ís.