miðvikudagur, júní 02, 2004

Nágrannar

Jæja þá eru nokkrir mánuðir síðan tónlistarfjölskyldan flutti úr næsta húsi við okkur og í þarnæsta hús.Það má eiginlega segja að þau hafi flutt yfir lóðina hjá okkur.Nú ætti samkvæmt öllu að vera mikið ónæði af svona rokkurum eins og þeim sem bjuggu við hliðina á okkur. Í það minnsta hefur mikið farið fyrir þessu fólki í öllum slúður og fréttablöðum. En þetta voru ekki slæmir nágrannar og maður varð ekki einusinni var við partý hjá blessuðu fólkinu.... nema einusinni þegar tvíburar úr annari hljómsveit voru að bíða eftir leigubíl snemma morguns en það var nú ekkert ónæði af því. Nú eru nýir íbúar fluttir inn í þetta glæsilega hús og það er ekki að sökum að spyrja því þau komu með hund með sér sem heldur að hann sé úlfur. Hann langar allavega að vera úlfur. Nú er þessi hundur ekkert líkur úlfi, þetta er forljótur labrador sem eigandinn hefur ekki nennt að siða til því hann stendur úti á lóð allan liðlangan daginn og spangólar á alla bíla sem keyra framhjá. Ég er að spá í að fá mér kind og binda við grenitréð í garðinum hjá okkur og athuga hvort ég get ekki drepið hundinn úr þreytu með því, því ég er viss um að hann myndi gelta alveg fram að hádegi og detta svo dauður niður ef kindin væri þrammandi fram og til baka fyrir framan nefið á honum.
Þarna er komin enn ein ástæða til að bregða sér til útlanda.Ég sá nefnilega uppblásna kind til sölu í London um páskana.... en það er önnur saga og sú kind var ætluð einmanna bændum til að skemmta sér á síðkvöldum.
Sheep