föstudagur, maí 28, 2004

Ljósritun

Jæja þá er ég búinn að fara í enn eina myndatökuna.Það eina sem ég veit að kom út úr henni er að ég er enn með brotið hné.Ætli ég verði ekki bara svona eitthvað fram á sumar. Mér til mikils hryllings sagði læknirinn mér í gær að hann ætlaði að kíkja á löppina á mér eftir tvær til þrjár vikur og upp úr því mætti fara að athuga hvort ég mætti fara að tylla í fótinn. Ég er nú svo aldeilis hissa,þetta snýr nú eitthvað á haus finnst mér til að byrja með átti ég að labba um og halda löppinni liðugri og mér var meira að segja sagt að fara að sleppa hækjunum því þetta leit svo vel út. Já já leit vel út fuff það sem ekki er skoðað lítur örugglega vel út. Þetta verður alltaf skemmtilegra og skemmtilegra. Fyrst er manni sagt að labba inn í röntgen tuttugu mínútum eftir að löppin brotnaði og svo mánuði seinna að maður megi ekki stíga í fótinn..... ég býst við að eftir hálfan mánuð verði ég kominn í hjólastól og eftir mánuð verði ég orðinn rúmliggjandi í það minnsta virðist þróunin hingað til benda til þess. Enívei þá fór ég í BT áðan og reyndi að yngja mig upp með því að kaupa mér tölvuleik. Áður en ég veit af verð ég kominn með risa hraun og súperdós eins og hinir lúðarnir.


Helgin lítur annars bara vel út uppáhalds frænka mín er að koma til landsins á morgun með mömmu sinni, svo kemur pabbi hennar eftir tvær eða þrjár vikur þá er víst vissara að kaupa danska súperbjórdós og fagna vel.
Maður ætti að fara að svipast um eftir einhverjum góðum ís því mér skilst að það sé lítið mál að kaupa frænkuna með ís.

Crawling Baby