miðvikudagur, maí 26, 2004

Kaffi

Það getur alveg eyðilagt heilu dagana þegar fyrsti kaffibolli dagsins klikkar.Það gerðist í morgun,en dagurinn er samt allur að koma til.Þannig er mál með vexti að fyrir réttri viku brast mér þolinmæðin gagnvart kaffikönnunni minni sem er búin að sjá mér fyrir ágætu kaffi síðustu 8 árin. Kannan var alls ekki hætt að hella upp á eða hætt að halda heitu heldur átti hún það til að stíflast á ögurstundu og þá flæddi korgurinn ofan í könnuna og úr varð grautur en ekki kaffi.Þetta gerðist oftast þegar allt var orðið kaffilaust og ekki hægt að endurtaka uppáhellinguna.
En sem sagt fyrir réttri viku fékk ég Meinvill til að keyra mig í raftækjabúð svo ég gæti keypt nýja uppáhellingarmaskínu.Við brunuðum sem leið lá í búðina og rétt fyrir lokun náðum við að skutla okkur út um dyrnar á búðinni með kaffimaskínuna í fanginu áður en búðinni var skellt í lás.
En aftur að morgunkaffinu hinni heilögu uppáhellingu.... ég settist við tölvuna eins og alla aðra daga til að drekka í mig fróðleik heimsins (skoða batman á netinu og hanga á msn) og bar fyrsta kaffibolla dagsins upp að vörunum,,,, þetta var samt ekki alveg eins og það átti að vera kaffið bragðaðist eins og það væri ekki alveg nýtt.Eitthvað gamalt bragð breyddist yfir tunguna.... Ég var nú nokuð viss um að hafa hellt upp á enda heyrði ég varla fréttir fyrir hávaðanum í græjuni þegar hún var að klára.Ég kláraði úr bollanum og fékk mér annan bolla bara til að athuga hvort ég væri eitthvað klikk eða hvort nýja designer kaffikannan brást.Ég komst að því mér til skelfingar að sennilega er ég eitthvað að verða klikk því ég hafði gleymt að skipta um kaffi í græjunni... semsagt ég hellti aftur í gegnum gamla kaffið frá í gær.... enda var ekkert spes bragð af þessu glundri.

Damn Damn