Rigning regn skúrir væta demba haglél slydda
Þetta er gróf lýsing á veðrinu sem hefur verið nokurnveginn upp á hvern einasta dag síðan ég fékk að prófa hvernig er að liggja á trébretti í sjúkrabíl.
Ég er farinn að hafa áhyggjur af því að það komi frétt um það á næstunni að veðurfarsbreytingarnar séu orðnar svo svakalegar að við fáum monsoon rigningar næstu þrjá mánuði.Ekki það að maður ætti að vera farinn að venjast því að það sem flestar þjóðir kalla sumar þýðir regntímabil á þessu blessaða landi okkar.Venjulega væri mér nokk sama hvort það er rigning eða ekki enda ætti ég undir venjulegum kringumstæðum að stunda vinnu svona eins og flest fólk.En nú er það svo að ég væri bara alveg til í að sitja einn og einn dag á svölunum með kaffi og blaðið og fylgjast með því sem gerist í götunni og ná mér í lit á aðra löppina(þá hægri).En því hefur ekki verið að heilsa þennan mánuð.Þannig að ég verð bara að sætta mig við að sitja inni og glamra eitthvað á tölvuna og skoða myndir af sóskini.
<< Home