föstudagur, maí 21, 2004

En hvað það er orðið gaman

Jæja mér finnst þetta líta mun betur út en ég þorði að vona...enívei þá er þetta blogg aðallega sett upp til að drepa tímann meðan nóg er til af honum.Þannig er nefnilega mál með vexti að síðan okkur stiganum bar ekki saman um í hvaða hæð við ætluðum að vinna (ég vildi upp en stiginn niður)hef ég haft alveg óendanlegan tíma til að gera allt mögulegt.....Gallinn við þetta er aftur á móti að ég er allsendis ófær um að gera nokkurn skapaðan hlut annað en að sitja í tölvunni eða vaska upp.Þar sem ég nenni ýmist ekki að vaska upp eða er búinn að því þá er víst best að sitja bara í tölvunni, jafnvel þó maður hafi ekkert að gera í henni og uppvaskið bíði í vaskinum.

Annars sagði vinnuveitandi minn mér í dag að læknar gæfu vottorð um að maður mætti ekki sinna heimilisstörfum.Ég ætti nú eftir að sjá upplitið á Meinvill ef ég kæmi með svoleiðis heim einn daginn...Það er víst meira að segja hægt að fá vottorðið sundurliðað, vinnuveitandinn hafði fengið uppáskrifað að hann mætti ekki ryksuga. Það er spurning hvort maður borgar sér fyrir ryksuguvottorð og svo sér fyrir uppþvottavottorð. Og þá er það spurning hvort Tryggingastofnun niðurgreiðir ræstitækni. Þá fær maður einn lyfseðil og einn ræstiseðil. það gæti verið skemmtilegt svo er líka kompaní í því maður gæti lært kínversku svona rétt á meðan það væri þurrkað af tölvunni og vaskað upp.Ég þyrfti nú að smella mér í að finna út úr þessu.