þriðjudagur, maí 25, 2004

Ferðaskrifstofur

Einhverntíman gerðist ég mjög svo bjartsýnn og taldi alveg víst að ætti bæði eftir að verða ríkur og heppinn.Ég var svo viss um að þetta myndi henda mig á sama tíma að ég skráði mig á póstlista hjá öllum ferðaskrifstofum bæjarins.Frá því ég skráði mig hef ég verið tilbúinn með sundskýluna mína rúllaða inn í handklæði og sólarvörn við hliðina tilbúinn að grípa tækifærið þegar tilboðin streyma inn um menningarferðir til Parísar eða sólarferð til Spánar eða Portúgal og allt á kostakjörum..... En hvorugt hefur enn hent þ.e. að ég verði skyndilega ríkur eða að það komi eitthvað þrusu tilboð um ferð til fjarlægra landa á spottprís.Ja fyrr en núna síðustu þrjár vikur eða svo þá hrannast tilboðin inn og flest byrja tilboðin í sólina svona: STÖKKTU hingað eða HOPPAÐU þangað eða hlauptu til því nú getur þú stokkið á tilboð á ferðum út um allar trissur.
Mér er skapi næst að hringja í þann sem sendir mér þennan óskapnað og biðja viðkomandi að breyta textanum í hausnum í eitthvað annað en ódýrt,hopp,stökk,hlaup eða eitthvað annað sem ég get ekki framkvæmt á hækjunum (ódýrt er reyndar hægt á hækjum)... Fyrir utan það að meðan maður stundar ekki vinnu safnar maður ekki gjaldeyrisforða.

Því segi ég dólaðu þér í sólina eða labbaðu í fríið eða slakaðu þér í sumarferð.... ef þið kunnið fleiri góð slagorð sem mætti benda ferðaskrifstofunum á þá endilega setjið þau í commentin


On The Beach