mánudagur, maí 24, 2004

Heilbrigðis eitthvað

Jæja og ég sem var búinn að semja einhverja svakalegustu ræðu sem um getur, til þess eins að fá tíma hjá liðamótalækninum mínum.Ég álpaðist nefnilega ekki til að detta á stéttinni hjá honum þannig að ég lenti hjá einhverjum sveitalækni á suðurnesjum.... Ég held að læknar á suðurnesjum séu ekki vanir að eiga við fólk sem hefur bara dottið.Ég held að þeir séu vanari að eiga við fólk sem hefur verið reynt að drepa eða hefur verið drepið eða á eftir að drepa eða einhverja sem eru nýbúnir að drepa einhverja aðra og hafa meitt sig við að koma viðkomandi fyrir í gjótu.
En allavega þá er þessi læknir sem ég er að reyna að fá tíma hjá í einkarekna heilbrigðiskerfinu sem svo margir sjá allt til foráttu.... en ekki ég, mér finnst bara fínt þegar ég hringi í einkarekna spítalann minn og fæ svör frá fólki sem ég hef á tilfinningunni að hafi áhuga á starfinu sínu og vilji endilega eitthvað fyrir mann gera.

Semsagt ræðan sem var samin í huganum til þess að sannfæra konuna á símanum um að ég væri kannski ekki dauðvona en vantaði samt lækni var aldrei flutt.. heldur svaraði bara mjög almennileg kona í símann og sagði mér að hún ætlaði að gera allt til þess að ég næði í þennann annars ágæta lækni..

Þetta er eitthvað annað en um daginn þegar ég hringdi á bráðavaktina og talaði við einhverja símadömuna:
Ég: Já góðan dag ég heiti.... og ég var í myndatöku í gær og þar kom í ljós að hnéliðurinn á mér er brotinn, get ég fengið samband við lækni.
Símadaman: Hvað er langt síðan þú slasaðir þig
Ég: Það eru ellefu sólarhringar síðan
símadaman: Ellefu sólarhringar,,,, þér liggur þá ekkert á fyrst það er svo langt um liðið þú getur svosem reynt á morgun að ná í einhvern lækni.
Ég: ég er búinn að reyna að ná í lækni í allan dag ég er með brotið hné og það þarf að laga það.
Símadaman:Er þetta ekki sárt
Ég: Ekki lengur
....... Þess ber að geta að ég fékk samband við lækni 6 klukkutímum seinna og þá var það sveitalæknirinn....

Doctor