mánudagur, maí 24, 2004

Blóðbað

Við Meinvill gerðumst (lág)menningarleg um helgina og tókum mynd á leigu.Svo byrjaði mennigin.Fyrst horfðum við á besta sjónvarpsþátt landsins popppunkt og svo horfðum við á Kill Bill þessu var skolað niður með poppkorni frá Betty crocker og kóladrykkjum frá ölgerðinni og vífilfelli.Þessi mynd er svo góð að við neyðumst jafnvel til að rjúfa áralanga hefð fyrir að sniðganga samráðandi kvikmyndahúsasamsteypur og sjá seinnihlutann af þessu blóðbaði sem er svo gengdarlaust að það þarf að skipta myndinni yfir í teiknimynd á kafla þar sem hún er svo blóðug.
En það er ekki allt blóðugt og ofbeldisfullt í myndinni því það er algjör snilldar hljómsveit sem kemur fram í henni... ég var eitthvað búinn að lesa um þessa hljómsveit á netinu en gerði mér ekki grein fyrir að hún væri svona flott.Japönsk kvennahljómsveit sem spilar brimbrettarokk... það getur ekki orðið mikið flottara.

Svo er bara að bíða eftir að herlegheitin verði gefin út á DVD saman í pakka þannig að maður geti bætt þessari snilld í safnið.


Pick Your Nose