Símatími
Jæja þá er hafin enn ein bið eftir símtali frá Dr sveitalækni.Biðin hófst með símtali í þessa blessuðu heilbrigðisstofnun sem var farið með mig í eftir að okkur stiganum sinnaðist.Bara það eitt að tala við starfsfólk þessarar stofnunar getur gert mig brjál....ég veit ekki hvort það var svona hvasst kringum símadömuna eða hvort hún blæs svona gengdarlaust í símann,reyndar er alltaf hvasst þarna suðurfrá þannig að það er svosem ekkert óeðlilegt þó gustað hafi um hljóðnemann hjá henni.En áfram með símtalið ég semsagt óskaði eftir að fá að tala við Dr sveitalækni.
Ég: Góðan dag get ég fengið að tala við......
Símadaman: Það er bara allt búið.
Ég: Það er nóg að tala við hann í síma.
Símadama: Augnablik.... sími hringir(lengi)
Símadama2(þessi sem andar í símann): ðan dag (afhverju byrjar fólk að tala áður en það tekur tólið af)
Ég: Góðan dag ég ætlaði að fá að tala við Dr Sveitalækni
Símadama2: Hann er upptekinn
Ég: Getur hann ekki bara hringt í mig í dag?
Símadama2 blæs í símann og svarar: Kennitala/nafn/símanúmer
Ég: kennitala/nafn/símanúmer (Ég er ekki alveg sjúr á því hvenær ég hætti að heita mínu ágæta nafni og fór að heita einhverri talnaröð að fyrra nafni)
Símadama2: Gessovel
Ég: Ha?
Símadama2: Gessovel
Ég: segi ekki neitt og bý mig undir að leggja á en er ekki viss svo ég hreyfi mig hægt og heyri eitthvað muldur í símanum svo ég dríf tólið upp að vinstra eyranu aftur og þruma á hafnfirsku eitt stórt "hvað segiru" í símann?
Símadama2: Gessovel
Og þá skellti ég á.
Ég skil ekki afhverju það er ekki hægt að segja bara: Þá er það komið og það verður hringt í þig um miðnætti eins og síðast þegar þú skildir eftir skilaboð til læknissins... en gessovel þýðir sennilega það sama......gott ef hún muldraði ekki vessgú líka.
<< Home