Plast og Pappi
Fyrir nokkrum árum var kona nokkur að nafni Sólveig Gullseta Pétursdóttir dómsmálaráðhera á Íslandi.Hennar verður sennilega einna helst minnst fyrir tíða blaðamannafundi af litlu tilefni, dýra salernisaðstöðu og pappalöggur.
Hvorki blaðamannafundirnir né salernisaðstaðan voru nokkrum manni til skemmtunar en pappalöggurnar voru aftur á móti skemmtilegar og enn skemmtilegri voru þeir sem stálu þeim. Ég keyrði nokkrum sinnum fram hjá þessum ljósrituðu lögregluþjónum og fannst þeir bara nokkuð vinalegir ég var reyndar aldrei viss hvort þeir væru að reyna að húkka far eða reyna að segja manni að maður stæði sig með sóma í umferðinni.Kannski voru hafnfirsku pappalöggurnar að húkka far því þær hurfu allar(þeim hefur sennilega verið skutlað upp í flugstöð).
Fólk hló að Sollu Setu fyrir þetta framtak hennar og þar á meðal hló ég og hlæ enn þegar ég hugsa um þetta.
Nú er það svo að stétt manna stendur í því að framleiða annan eins óskapnað og pappalöggurnar í formi hljómsveita.Þetta er ekki bundið við útlönd því þessi óþverri hefur skotið rótum hérlendis líka.
Auglýst er eftir hæfileikalausu fólki sem lítur sæmilega út og er nógu vitlaust til að taka þátt í dellunni.... Ég er að sjálfsögðu að tala um plastbandið nælon og Idolvitleysuna sem stöð2 stóð fyrir.Ég vona heitt og innilega að þetta gangi hratt yfir og endist ekki sumarið.
Sérstaklega að fólk reyni að gleyma karókísöngvaranum úr Grindavík.Þann mann sá ég í rauðu slúðurblaði um daginn þar sem hann var að kaupa eða leigja bíl. Við erum að tala um mann sem á að heita poppstjarna og þetta ætti að vera feitletrað, hann var semsagt að fá afhentan bíl og ekki einhvern poppstjörnu bleikan Porche eða Ferrari NEIBB hann fékk sér 45 hestafla Ford Station fjölskyldubíl og það sægrænan.Og þetta var heilsíðufrétt í blaðinu.
Einhverjir framtakssamir menn skrúfuðu pappalöggurnar niður og stálu þeim.Vill ekki einhver gera slíkt hið sama við þessar pappahljómsveitir.... það mun enginn sakna þeirra
þetta eru jú bara innihaldslausar umbúðir.
<< Home