laugardagur, maí 29, 2004

Smáfólk

Jæja þá er dagur að kvöldi kominn. Við Meinvill fórum í kaffi til Moms í dag,þar var boðið upp á kökur og kruðerí.Þegar við vorum búin að slefa á bringuna í nokkrar mínútur og spjallað við fólkið komu aðal gestirnir.Við vorum nefnilega ekki þeir tignu gestir sem beðið var eftir.
Inn um dyrnar skundaði heil fjölskylda ættuð af litlu og lágu nesi. Skömmu síðar var blásið til mikillar átveislu.Litla prinsessan sem allir biðu eftir þurfti ekki að hafa neitt fyrir að stela senunni.Hún þrammaði styrkum fótum um stofuna hjá ömmu sinni og heimtaði marmaraköku hjá gestunum,kom þrammandi með opinn munn. Litla prinsessan hafði eitthvað farið fram úr sjálfri sér þarna í danaveldi því hún var soldið krambúleruð í framan eftir að hafa rennt sér eftir gólfteppi og dottið á hurðakarm.
Þegar allir voru búnir að gæða sér á kökunum hringdi dyrabjallan,úti stóð önnur fjölskylda, sú er ættuð af holtinu.Fjölskyldufaðirinn var allur krambúleraður í framann eftir að flasnig hafði ráðist á hann í vinnunni.Þá var samkoman nú farin að líkjast biðstofunni á endurkomudeildinni á slysavarðstofunni.Þetta unga par af holtinu var með frænda prinsessunar með sér. Ægilega sætur lítill prins með gullkeðju um hálsinn.
Prinsessan hafði eitthvað að athuga við uppröðun blómavasa hjá ömmu sinni, þannig að þá var ekkert annað að gera en að breyta bara uppröðuninni eftir sínu höfði.Einnig þurfti að gera nauðsynlega úttekt á stöðugleika kaffiborða þannig að það sé hægt að senda pabba sínum skýrslu um öryggi kaffi og innskotsborða þegar hann kemur til landsins.


Way Too Happy