föstudagur, maí 28, 2004

Stríð

Ég er kominn í stríð við börnin í hverfinu.Þannig er að nú er þokkalegt veður og börnin í næsta húsi kunna að nýta sér það og hafa drifið sig út.Sennilega er imbinn á heimilinu bilaður því ég hef aldrei áður séð börn að leik þarna úti.Þetta eru stelpur á aldrinum 4-9 ára myndi ég giska á. Nú hefur adrei þótt stórmannlegt að ráðast að börnum.Þessvegna ákvað ég að reyna að verjast frekar en að sækja.
Þetta er nú svosem ekki líkamleg vörn eða í formi blótsyrða heldur er þetta þögul vörn gegn mússíkinni sem þau spila við þennan leik sinn.
Ég varð fyrst var við mússíkina þegar ég var í sakleysi mínu að grilla hamborgara áðan.. þá glumdi fyrst Geirmundur Valtýsson um hverfið en skömmu síðar tók Helga Möller við og ískraði eitthvað með laginu.Þar sem veðrið er með mestu ágætum hef ég reynt að skipta sem oftast um loft í íbúðinni með því að hafa svaladyrnar opnar. En þá flæðir fleira en ferskt loft inn því það er ekkert ferskt við að Eiríkur Hauksson, Helga Möller og Pálmi Gunnars flæði inn með ferska loftinu og syngi um gleðibanka/gleðihús og fólk sem býr í svoleiðis húsum (gleðimenn og konurnar þeirra). Þar með sé ég mig knúinn til að reyna að spila einhverja skemmtilegri mússík á meiri styrk en börnin og þar erum við komin að þessari vörn sem ég er í. Það skal tekið fram að tónlistin sem fær það hlutverk að yfirgnæfa tónlistina sem börnin spila er gaddavískennd raftónlist frá meistara Aphex Twin.Ég er nú samt ekki svo illa innrættur að ég taki og spúi þessari mússík fram af svölunum hjá mér. Reyndar benti umhverfislöggan hún systir mín mér á áðan að það þyrfti sennilega að sótthreinsa hverfið eftir Geirmund, en þá átti reyndar eftir að heyrast í bæði Selmu og Birgittu þannig að sennilega verður hverfið brennt í kvöld.

Shut Up