Pest
Meinvill liggur í rúminu,ekki vegna syfju eða slens heldur vegna hálsbólgu.Þetta er sennilega að ganga eins og allt annað sem fólk fær.
Eitt sinn vann ég með manni sem var gjarnan veikur á mánudögum eða föstudögum. Þessi maður er mjög forvitinn að eðlisfari og átti til að gera sér ferð að símanum þegar einhver þurfti að hringja, ekki bara til að heyra hvað viðkomandi var að tala um í símann heldur líka til að sjá í hvaða númer viðkomandi vinnufélagi var að hringja. Þessi fyrrverandi vinnufélagi mátti ekki missa af neinu þannig að hann hlustaði á radio steam alla daga, ég held að Auðlindin og Laufskálinn hafi verið uppáhalds þættirnir hans. Ég var aftur á móti alltaf með mitt prívat útvarp á hausnum þannig að ég heyrði lítið í hans þáttum, sem betur fer segi ég því þeir sem voru búnir að vinna lengi með þessum manni vissu að besta leiðin til að halda þessum manni frískum var að taka útvarpið hans úr sambandi því hann ætti það til að fá ýmsar pestir gegnum þennan litla rauða kassa.
Fyrir þá sem ekki fatta þá er semsagt sagt frá öllum mögulegum pestum, flensum, farsóttum og öðrum kvillum í útvarpi og þessi maður virtist smitast á augabragði ef minnst var á kvef í rauða kassanum.
Ég er ekki að segja að Meinvill hafi smitast gegnum útvarp.Ég veit nú betur en það. Ég held að Meinvill ásælist tíman sem ég á hjá háls nef og eyrnalækni í vikulokin.... Ég ætla að láta skoða á mér nefið en ekki hálsinn þannig að það er spurning um að Meinvill komi með og láti skoða hálsinn um leið og ég læt skoða nefið svo er spurning hvort einhver er með bilað eyra og vill skjótast með.
<< Home