Símatími
Ég tók daginn snemma í dag; vaknaði klukkan tæplega átta, hellti upp á og ristaði brauð. Svo færði ég mig að tölvunni og kveikti á henni til að sækja helsta kjaftaslúðrið. Ég greip líka símann til að reyna að ná í Dr Sveitalækni.Hann var eins og við var að búast upptekinn og því skildi ég bara eftir skilaboð til hans um að hann ætti að hafa samband við mig við fyrsta hentugleik. Því næst smellti ég mér til Dr Tannar og lét meta líkurnar á því að ég gæti farið að nota fölsku tennurnar sem ég fékk í fermingjargjöf frá systkynum mínum. Mér var hent þaðan út eftir stutta skoðun og smá skammir fyrir að nota ekki tannþráð nógu oft. Fölskurnar verða því að bíða betri tíma. Reyndar hef ég lengi reynt að fá falskar því áður en ég náði þeim aldri að fullorðinstennurnar kæmu upp eða niður eftir því hvorn góminn er rætt um mátaði ég tennurnar hennar ömmu utan yfir andlitið á mér. Þetta vakti víst mikla gleði hjá viðstöddum...... ég skil ekki afhverju.
En aftur að símatímanum. Ég taldi alveg fullvíst að ég fengi falskar í dag og ég var líka alveg viss um Dr Sveit myndir hringja í mig akkúrat þegar verið væri að setja fölskurnar í. Ég var svo viss um að hann myndir hringja á versta tíma að ég kenndi Dr Tönn á símann minn og útskýrði hvað ætti að segja við Sveita. Ég komst samt að einu í morgun og það er að konan á símanum í heilbrigðisstofnunini andar ekki alltaf í símann en hún segir aftur á móti alltaf Gessovel þegar maður á að leggja á.
Gessovel
<< Home