föstudagur, júní 04, 2004

Hundur í manni

Það var hundur í mér þegar ég kom heim í dag. Ég hafði engan til að gelta á þannig að ég tók upp símann og hringdi út í bæ og gelti á konuna sem svaraði. Skömmu síðar kom maður á hvítum sendibíl og gerði eitthvað og þá varð allt betra. Ég er að sjálfsögðu að tala um hund nágrannans, Það er lítillega ýkt hjá mér að ég hafi gelt á konuna en hundur nágnannans hafði það hátt að konan heyrði samstundis að ekki var allt með felldu og gaf mér símanúmer manns sem hefur hundaeftirlit að starfi. Það var hundur í hundaeftirlitsmanninum hann spurði hvort ég væri búinn að tala við nágrannan og benda honum á að hljóðkúturinn á hundinum væri bilaður. Ég neitaði því og sagði honum að ég kærði mig ekki um að tala við þetta fólk, ég minntist ekki á að ég hef litla trú á að fólk léti gera við hundinn þó einhver skakklappi á grænum hækjum kæmi yfir og segði því að honum þætti hundurinn þeirra leiðinlegur. Ætli maður fengi ekki hið klassíska svar heimska hundaeigandans "en hann er svoooooo góður (svoooo sagt á innsoginu).
Hundaeftirlitsmaðurinn hreytti út úr sér að hann skyldi vinna fyrir mig skítverkin (ég var ekki alveg nógu snöggur til að munstra hann í að taka til í geymslunni fyrsta hann bauð sig fram í skítverk).
Það er nefnilega málið mér er alveg sama hvort einhver hundur út í bæ er góður blíður ljúfur eða hvað fólk vill kalla það. Ef ég heyri í hundi fer það í taugarnar á mér ef hundur flaðrar upp um mig fer það mikið í taugarnar á mér. Mér hefur nú dottið í hug á einhverri gönguferðinni að prófa að reka nefið á mér í klofið á einhverjum hundaeiganda sem ekki hefur efni á bandi og þegar maður væri búinn að þefa af honum myndi maður reisa sig upp og faðma hann. Ég er ekki viss um að viðkomandi væri hrifinn af því. Hann myndi kannski gera sér ferð á bryggjuna og reyna að fá snæri gefins hjá einhverjum sem er að bæta troll þannig að hundurinn hans sé ekki að reyna að faðma þá sem þykir ekki vænt mum hann.
Enívei ég þarf ekki að fara til London á næstunnni til að kaupa uppblásnu kindina.Sem er mjög gott því ég ætla að beyta til næst og fara í menningar matar og skemmtiferð til Parísar.Þökk sé hundaeftirlitsmanninum.


Dog 8