föstudagur, júní 04, 2004

Með þeim sem eru á móti

Við Meinvill sátum í gær stjörf fyrir framan svartakassann og horfðum á úfinn mann í gráum fötum tala.Þessi maður var mjög kurteis,hann var svo kurteis að hann minnti mig á mann sem er mjög fullur en samt að reyna að tala skýrt þannig að enginn fatti að hann er fullur. Þessi kall er talinn mikill leiðtogi,nánast helgur í sínum röðum. Hann talaði mikið um eitthvað risavaxið veldi sem væri að gleypa allt í landinu.Þetta veldi er svo vont að það þarf að setja alveg rosalega almennar reglur um eigur þeirra. Hann er búinn að snúa allri umræðu í landinu á haus þessi ógreiddi maður,annaðhvort er maður fylgjandi einhverju eða alfarið á móti því.
Ég var að lesa grein á eftir þekktan mann áðan,hann bendir á að ógreiddi hafi verið stilltur og prúður en ekki sótsvartur af reiði.Hann klykkir út með að það sé skrýtið að fá prik fyrir það.
Erum við ekki búin að vera full umburðarlynd ganvart einhverjum þegar við þökkum viðkomandi fyrir að missa ekki stjórn á skapi sínu.Hefði ekki átt að benda manninum á fyrir mörgum árum að það er rangt að sleppa sér í bræði þó það séu ekki allir sammála manni.
Annað er líka athyglisvert og það er að ef maður sér óvini í hverju horni er maður sennilega geðveikur.
Ein sagan sem gengur af þessum háu herrum er að þeir hafi látið dúkleggja borð í matsalnum á vinnustað sínum,þetta borð er svo spes að það má enginn annar setjast við það. Á mínum vinnustað kom svona upp fyrir nokkrum árum,þá töldu einhverjir sig eiga ákveðin borð í mötuneytinu,forstjórinn frétti af þessu og settist í öll sæti sem menn töldu sig eiga og rak þá vítt og breitt um salinn og tilkynnti mönnum að menn mættusitja í hvaða sæti sem þeir vildu. Það Á enginn sæti hér og menn mega sitja þar sem þeir vilja.