miðvikudagur, júní 09, 2004

Bætt þjónusta betra verð

Þegar ég eignaðist minn fyrsta GSM síma var bara eitt símafyrirtæki sem maður gat skipt við og það var Landsími Íslands. Starfsfólkið var vant því að fólk gæti ekki farið neitt annað með viðskipti sín þannig að það þekktist ekki að til væri neitt sem hét þjónustulund inn veggja þessarar stofnunar. Ég var orðinn tuttugu og fjögurra ára þegar ég eignaðist þennan síma sem þótti ansi lítill og nettur á sínum tíma, en er í raun á stærð við hálfslíters kókflösku. Það háttaði þannig til á þessum tíma að ég var í óða önn að berjast við að borga skemmtanaskattinn og áfengisgjaldið til ríkisins einnig var reynt eftir fremsta megni að styrkja stétt leigubílstjóra í leiðinni. Þannig að flestar helgar fóru í að ná augnkontakti við barþjón svo maður fengi afgreiðslu og gæti haldið áfram að fúaverja sig að innan. Í einni af þessum menningarferðum í höfuðstaðinn slökknaði á símanum mínum, sem væri svosem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að ég hafði sennilega náð full oft augnkontakti við barþjóninn þetta kvöld þannig að ég gat ómögulega munað leyninúmerið á símann. En þrátt fyrir það var ekki gefist upp við að reyna við númerið og þegar ég var búinn að reyna nokkuð oft að slá inn réttar tölur kom einhver skipun um að ég ætti að slá inn einhverja aðra gerð af talnarunu svokallað puk númer sem er ennþá lengri runa en pin númer. Skynsemin var í einhverjum öðrum bæjarhluta en ég þessa nótt þannig að ég ákvað að reyna bara að giska á þessa tólf stafa talnarunu þar sem ég gekk meðfram tjörninni. Það gekk ekki í þau skipti sem síminn bauð upp á og hann tilkynnti mér að ég gæti ekki reynt aftur. Ég beið fram á mánudag til að geta hringt í tæknitröllin hjá símanum til þess að fá þá til að opna þetta læsta símtæki mitt. Maðurinn sem svaraði mér sagði mér að ég væri búinn að eyðileggja kortið og þyrfti að punga út tólfhundruð krónum fyrir nýtt. Ég bölvaði aðeins og brunaði inn á austurvöll til að fá nýtt kort í staðinn fyrir tólfhundruðkallinn minn. En hvað gerist þá?..... Mannfýlan sem afgreiddi mig sagði mér að síminn minn væri gallaður og það ættu ekki eftir að koma kort sem pössuðu í hann. Ég varð náttúrulega foj og sagði honum að ég færi þá bara til samkeppnisaðilans með mín símaviðskipti. Hann glotti og sagði mér að ég fengi ekki servis þar frekar en hjá þeim. Ég var á þeim tímapunkti orðinn mjög pirraður en ákvað að hafa að engu orð hans um að ég fengi ekki kort hjá Tali.
Þegar í síðumúlann var komið beið mín nánast rauður dregill aðra eins þjónustu hef ég sennilega ekki fengið (nema kannski í Burberry þar sem ég sat í leðursófa meðan kortið var straujað). Ég hét því þá að ég ætlaði að halda tryggð við þetta fyrirtæki sem væri með svona gott starfsfólk og góða þjónustu. Nokkrum árum seinna bauð þetta sama fyrirtæki upp á að maður gæti fengi heimasíma hjá þeim, ég beið nokkra mánuði með það því ég nennti ekki að standa í veseninu við að skipta. Svo loksins ákvað ég að skipta og hringdi í Tal og bað um að síminn yrði fluttur það var ekkert mál en ég þyrfti þá að skipta fjótlega aftur því þeir væru að sameinast Íslandssíma.... ég var soldið fúll því ég var viss um að þjónustan myndi versna til muna. Ég er ekki viss um að þjónustan hafi versnað neitt en ég ákvað á sínum tíma að hún myndi versna þannig að ég er ekki alveg sáttur við hana. Helvítis okurbúlla

Chatty 2