þriðjudagur, júní 08, 2004

Til Hamingju konur

Ég skil ekkert í Dabba druslu að bíða ekki fram til 19.Júní með að kynna lögspekinganefndina sína. Það hefði verið mun flottara að spæla kvenþjóðina einusinni enn með því að kynna nefnd skipaða 4 körlum á hátíðisdegi kvenna.
Hann hefði kannski getað fengið að ræsa kvennahlaupið og kynnt nefndina í leiðinni. Ég er reyndar ekki viss um að kvennahlaupið sé 19. núna.

Fyrir nokkrum árum sögðu menn með hommafóbíu altaf að margir af þeirra bestu vinum væru hommar.... ég held ég sé að fá samskonar uppgerðarumburðalyndi gagnvart þeim sem styðja bláa flokkinn og segi því: margir af mínum bestu vinum eru sjálfstæðismenn og bið svo til andskotans að þeir sjái ljósið einn daginn.(Ekki dugar að biðja til guðs því bjáninn sem situr við völd í Ameríkuhreppi sækir visku sína til hans). Annars ætti eiginlega að breyta nafninu á flokknum í Einræðisflokkurinn, slagorð flokksins gæti verið: "einn flokkur ein skoðun einn konungur".


You Are The Man