föstudagur, júní 11, 2004

Símskeyti

Ég fékk símskeyti frá danaveldi áðan þar sem hinn danskbúandi bróðir minn opinberaði einkunirnar sínar. Ef þið viljið fá töluna þá hringið þið bara í hann á morgun því þá verður hann kominn í foreldrahús. Semsagt hann er að koma á klakann. Ég er ægilega spenntur því ég hef ekki séð hann síðan í janúar. Familían hans kom á undan honum og ég er búinn að hitta þær skvísur tvisvar. Það væri kannski ráð að baka köku og bjóða þeim í kaffi í næstu viku. Og jafnvel að kaupa ís handa frænkunni.
Það verða allir meira og minna á ferðinni næstu tvo daga því umhverfisráðherra ættarinnar kemur úr rigningunni á austurlandi í dag og foreldrarnir koma frá útlandinu með myndavélinni í kvöld og Bauni bróðir kemur svo á morgun eins og fram hefur komið. Ég ætla aftur á móti í hina áttina og skella mér westur á eftir eins og glöggir lesendur hafa jafnvel tekið eftir.

Ég er búinn að pakka og er að spá í að fara út á stétt og bíða eftir að verða sóttur. Ég held samt að Meinvill komi ekki heim fyrr en klukkan fjögur þannig að mér verður sennilega orðið kalt á að bíða.

Vacation