þriðjudagur, júní 15, 2004

Útkeyrður

Ég get svo svarið það að ég held ég hafi farið eittvhað aðeins fram úr mér um helgina því ég er búinn að vera svo skelfilega þreyttur eitthvað síðan ég kom heim. Sennilega eru þetta afleiðingar þess að ég er búinn að sitja á rassinum síðan 29.apríl. Þegar ég var uppi við vatn var ég orðinn svo þreyttur í skemmdu löppinni að hnéð skalf. Það var frekar óþægilegt að finna löppina hristast svo mikið að spelkan glamraði.

En að allt öðru þeir sem mig þekkja vita að ég hef gaman af að snúa út úr hlutum og finna einhverjar bjánalegar merkingar hlutanna. Eitt fann ég mjög bjánalegt á textavarpinu (sem er endalaus uppspretta skringilega orðaðra frétta) hún hljómr svo:"Samkvæmt nýjum heimildum átti að gera árásirnar á New York og Washington 11.september árið 2001 að vori". Já þið lásuð rétt 11.sept að vori. Eitt sinn var fyrirsögn á forsíðunni hjá þeim sem hljómaði svona "Fellibylur veldur hvassviðri" já já hverjum gat dottið það í hug.

Annars var ég eitthvað pínu andvaka í gær vegna gengdarlausrar kaffidrykkju hjá mömmu um kvöldið. Þannig að ég fór í tölvuna og fór að skoða gamlar myndir á heimasíðu ljósmyndasafns Reykjavíkur. Ég fletti myndum stanslaust í einn og hálfan tíma og svo aftur í klukkutíma í morgun og held ég sé ekki hálfnaður. Mér finnst gaman að skoða svona gamlar myndir og sjá hvað bærinn hefur breyst. Slóðin inn á síðuna er hrient ekki stutt www.ljosmyndasafnreykjavikur.is ef þið viljið skoða síðun gerið þið bara copy og paste því ég nenni ekki að læra að setja inn linka núna.