miðvikudagur, júní 16, 2004

Mjaltakona úr sveit

Ég á ömmu sem hefur mjög sterkar skoðanir á flestu. Þegar ég var lítill sagði hún að þessi kelling sem þá var ný orðin forseti væri eins og mjaltakona úr sveit. Við systkynin sögðum henni að það væri bölvuð vitleysa hún kæmi mjög vel fyrir og væri hin ágætasta í alla staði. Ég geri mér grein fyrir að ég hefði samkvæmt öllu ekki átt að hafa neitt vit á svonalöguðu enda aldur minn þá enn skrifaður með einum tölustaf. Þessi forseti sat að mig minnir 16 ár allt til ársins 1996.
Mér finnst alltaf aðdáunarvert þegar fólk þorir að segja sína skoðun og er tilbúið að standa við hana, mér finnst enn aðdáunarverðara þegar fólk er tilbúið að skipta um skoðun og verja jafnvel það sem það var áður mótfallið, mér finnst það bera merki um þroska. Það versta af þessu er þegar fólk virðist ekki hafa neina skoðun. Það er sammála öllum sem tala jafnvel þó allir tali á móti hverjum öðrum. Mér finnst mjaltakonan vera í sísta flokknum þ.e. hún segir mörgum árum eftir að hún stóð upp úr stólnum að hún hafi haft einhverja skoðun og verið að spá í hitt eða þetta en gerði ekki neitt. Svo vogar þessi gunga sér að koma trommandi upp og gagnrýna sitjandi forseta fyrir að hafa skoðanir og þora að standa við þær. Vigdís farðu heim til þín í Baunveldi og vertu þar.
Það er spurning hvort hún hefði þorað að veita verðlaun á einhverri listaspíruhátíð ef Lára í Laujabúð hefði málað stytturnar, gunguskapurinn er algjör í þessari manneskju.

Nú eru átta ár síðan mjaltakonan stóð upp úr forsetastólnum og ég fæ hroll í hvert einasta sinn sem hún kemur í blöðum, útvarpi eða sjónvarpi. Það má vel vera að blessuð konan uppfylli allt sem ég hef áður skrifað að þurfi að prýða góðan forseta þ.e. tungumálakunnátta, diplómat og allt það. Stundum fer fólk bara í taugarnar á manni án þess að maður geti sett puttann á hversvegna. En ég get sett alla tíu puttana á pirringinn út í Mjaltakonuna.


Thumbs Down