þriðjudagur, júní 22, 2004

Helvítis

Jæja ég fór með skranið í skoðun áðan. Það var allt í lagi með alla stýrisenda ólíkt því sem ég bjóst við. Einn spindill orðinn slappur og handbremsan ekki til fyrirmyndar. Ég var farinn að brosa breitt því skoðunarmaðurinn var með alla krossana í pennanum þegar hann færði sig frá framendanum og að afturendanum á bílnum.Þá kom sjokkið hann spurði mig hvort ég hefði einhverntíman farið undir bílinn, ég hélt það nú en mig grunaði að fyrst hann spurði að þessu ætlaði hann að segja mér að eitthvað gúmí væri ónýtt í afturdraslinu. En neibb það var ekki svo einfalt aftasti hlutinn á grindinni er svona um það bil að yfirgefa bílinn með gormafestingum og öllu. Þetta þýðir það að ég þarf sennilega að skipta aftasta hlutanum út.helvítis helvítis. það vill til að ég er allur að hressast þannig að ég ætti að geta smíðað nýja grind í bílinn en það er stærra verk en ég nenni að leggjast í fyrir eina bíldruslu. Ég ætla að skreppa á verkstæðið á morgun og athuga hvað körlunum þar finnst um málið og sjá hvort það er ekki hægt að stytta sér leið í þessu máli.