Mússík
Ég hef verið tónlistarunnandi síðan ég var krakki.Það er til mynd af mér þar sem ég sit í gamla ruggustólnum hennar mömmu steinsofandi með sæng og Lenco heyrnartól sem voru mun stærri en hausinn á mér. Þegar myndin var tekin var ég ekki byrjaður að safna.
Mig minnir að ég hafi verið 8 ára þegar ég keypti fyrstu mússíkina, það var segulbandsspóla með hljómsveitinni Kiss creatures og of the night held ég að hún heiti.Ég á hulstrið ennþá en er ekki viss hvað varð af spólunni. Amma keypti hana fyrir mig þegar hún fór að hitta systur sína á Englandi. Það hefur sennilega verið gaman að sjá framan í manninn í búðinni þegar þær systur komu inn í búðina og báðu um kassettu með Kiss og aðra með Michael Jackson sem umhverfisráðherra familíunnar sagði mér að kaupa. Það voru góð kaup í Kiss kassettunni en Jackson hef ég aldrei hlustað á þannig að þar voru bæði gerð góð kaup og mistök í fyrstu innkaupum mínum á tónlist frá breska heimsveldinu.
Nú til dags flyt ég sjálfur inn alla tónlist sem ég kaupi, ég tek yfirleitt 4-5 diska í hverjum einasta mánuði og hef gert svo undanfarin tvö ár, þar á undan tímdi ég ekki að kaupa nema einn til tvo diska á mánuði því eins og flestir vita er einokun á geisladiskamarkaðnum á Íslandi og verðið fáránlega hátt.
Það er frekar undarlegt að maður geti keypt íslenska tónlist gegnum Bretland og maður fær hana 30-40% ódýrari þar en á Íslandi þrátt fyrir að maður þurfi að borga öll aðflutningsgjöld og skatta.
Sama er með DVD diska ef maður flytur inn sjálfur og lætur senda draslið heim er það margfalt ódýrara en hjá eina fyrirtækinu sem selur tónlist á íslandi. Ef menn ætla að gera athugasemd við þetta þá skal þeim bent strax á að BT, Skífan og Hagkaup er eitt og sama fyrirtækið.
Nú er ég enn einusinni byrjaður að safna drasli í körfu á Amazon að þessu sinn held ég að ég reyni að finna disk með yellow-6 sem er Ambient hljómsveit ég er líka að spá í að taka annan disk með Daniel Lanois sem er gítarsnillingur sem ekki ber mikið á en hefur engu að síður unnið með öllum sem einhverju máli skipta í tónlistarheiminum, m.a. U2, Bob Dylan og Brian Eno.
Í síðustu pöntun tók ég Nýjasta diskinn með The Orb, Tangerine dream, Goldfrapp og the 5.6.7.8´s sem margir kannast við sem japanska brimbrettabandið í Kill Bill vol 1.
<< Home