Bókhald
Ég ætla að fara að gera mér bókhald yfir helstu afrek gegnum tíðina. Bæði þau sem eru manni til framdráttar og líka það sem hefur verið manni til vansa. Eins konar debet og kredit. Á debet reikninginn fer að ég kynntist meinvill og kláraði námið og eitthvað svoleiðis, en á kredit hliðina fer ýmislegt smálegt eins og klaufaskapur í stigabrölti, reykingar og fleira sem maður hefur gert og er ekki sniðugt. Þetta verður lokað bókhald og ekki opið almenningi enda ber manni ekki að opna bókhaldið í einkahlutafélagi. Ætli maður ákveði ekki hversu mörg stig maður fær fyrir það sem er gott og hversu mikill mínus er fyrir það sem er slæmt, svo reiknar maður út um hver áramót hvort maður sjálfur er í mínus eða plús.
****************
Á morgun legg ég leið mína í gamla skólann sem ég sótti þegar ég var barn. Ég ætla ekki að læra neitt þar núna heldur ætla ég að kjósa forseta. Það þarf ekkert að fara í felur með hvern ég ætla að kjósa og það er Lord Bacon. Mér finnst burt séð frá því hverjir eru í boði og annað að það sé alveg nóg að vera með þrjá forseta á launum, Viggu, Frú Eldjárn og Lord Bacon.Í kosningunum 1996 kaus ég annan mann en Bacon ég var alveg þræl skúffaður yfir að hann skyldi ná kjöri, á einhverri krá í miðborginni ætlaði einhver stúlkukind að handrota mig þegar ég fór niðrandi orðum um þennan þá nýkjörna forseta, ég rétt slapp með því að kjafta mig eitthvað út á tún.
Ég held það væri ekki sniðugt að kjósa Baldur sem forseta því ég held það þyrfti að gera umhverfismat á bessastöðum fyrir kallinn því hann myndi skyggja á sólina fyrir fólki í skerjafiriði og er sennilega of breiður til að komast inn um dyrnar á Bessastöðum. Ég veit ekki hvort þið hafið tekið eftir því að í hvert sinn sem hann kemur í viðtal í sjónvarpinu þá er talað við hann í bílageymslunni því það er eini staðurinn sem hann kemst inn í í sjónvarpshúsinu.
<< Home